Þorsteinn Gylfason (f. 12. ágúst 1942) heimspekingur og prófessor við Háskóla Íslands, var eitt sinn spurður um það hvað væri menning. Þorsteinn hugsaði sig dágóða stunda um, en sagði svo; ,, Menning er að gera hlutina vel". Þetta svar greyptist inn í huga minn vegna þess að sumir halda að menning sé málverk og skáldskapur.
Menning eru allar athafnir okkar; verkmenning, landbúnaður, fiskveiðar, fjármálastarfsemi, listir, byggingarstarfsemi, verkstjórn og stjórnsýsla og svona væri lengi hægt að telja upp. Hægt er að stunda alla starfsemi vel og illa. Það eru nefnilega til búmenn og búskussar.
Staðreyndin er nefnilega sú að hér hafa verið uppivaðandi búskussar og jafnvel horkóngar. Þeir sem hafa unnið störf sín illa og hafa látið margt fara á verri veg en efni standa til og kennt svo ytri aðstæðum um.
Þessir sömu aðilar ráðast svo með heift að þeim stjórnmálaöflum sem á engan hátt hafa verið völd að hruninu.
Þegar ábúandi yfirgefur ábúðarjörð sína koma svokallaðir úttektarmenn og taka jörðina út sem kallað er. Lýsa þeir öllum húsakosti, hugsanlegum skemmdum, girðingum, ræktum túna og akra og hvort jörðin hafi verið sæmilega setinn. Síðan reikna þeir út álag. Álagið greiðir ábúandinn ef hann hefur gengið illa um ábúðarjörð og hún gengið úr sér. Ef ábúandi hefur setið ábúðarjörð sína vel og gert endurbætur og eflt jörðina, greiðir jarðeigandinn álag til ábúandans.
Rannsóknarnefnd Alþingis er nú að taka þjóðarbúið út og birtir niðurstöður sínar á næstunni. Þá kemur væntanlega í ljós hverjir eru búskussar og bera ábyrgð á þjóðarniðurníðslunni.
Á meðan hefur það verið hlutverk núverandi stjórnvalda að halda þjóðarbúinu gangandi og koma í veg fyrir horfellir á mönnum og skepnum.
Önnur stjórnmálaöfl hafa verið meir og minna í pólitískum fatla þó þau hafi verið á vissan hátt að gera gagn og gjammað eins og flökkuhundar með lafandi tunguna gera gjarnan í fjárrekstrum til sveita.
Tók við af búskussa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 25.12.2009 | 14:15 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 334
- Sl. sólarhring: 379
- Sl. viku: 484
- Frá upphafi: 573802
Annað
- Innlit í dag: 310
- Innlit sl. viku: 428
- Gestir í dag: 301
- IP-tölur í dag: 294
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nefnilega málið, hrunaflokkarnir kvíða skírslu rannsóknarnefndarinnar svo mjög að allt skal gert til að þyrla upp eins miklu moldviðri og skemma fyrir stjórnvöldum, að þegar skýrslan kemur þá taki helst engin eftir henni.
En auðvitað tekst það ekki hjá þessum kjánum.
Bæði Þorgerður og Bjarni þurfa að segja af sér ásamt mörgum öðrum úr hrunaflokkunum.
Síðan þarf að setja þessa 30 í gæsluvarðhald meðan málin eru rannsökuð og þýfið fundið.
sveinn (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 17:59
Bjarni og Þorgerður geta ekki lengur haldist í hendur, því Bjarni sagði um daginn að nú þyrfti að bretta upp hendur!
Þorsteinn H. Gunnarsson, 25.12.2009 kl. 21:07
Mér sýnist nú stjórnarflokkarnir sjái alveg um moldviðrið um þessar mundir,þar þurfi stjórnar andstaðan engu við að bæta.
Ragnar Gunnlaugsson, 26.12.2009 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.