Ég held að það efist enginn um það að Steingrímur J. Sigfússon sé feikna duglegur maður. Á meðan Steingrímur fer fótgangandi frá Reykjanesi til Langaness, hálendisbrúnina og öræfin og kallar niður í hverja byggð; Styðjið mig bændur, verður Framsóknarmaðurinn Finnur Ingólfsson að fara sömu leið ríðandi með tvo til reiðar og fáir styðja Framsókn svo vitað sé.
Það er gott fyrir Steingrím að bændur styðja hann. Það er einmitt það sem Fidel Castró lagði áherslu á í byltingunni á Kúbu að njóta stuðnings bænda. Það væri viturlegt fyrir Steingrím að reyna að hæna verkalýðshreyfinguna að sér með ,, persónulegum vinskap" og blíðmælgi.
Nú þegar skýrslur herma að 10% líkur séu á að það verði greiðslufall hjá ríkissjóði væri rétt að fjármálaráðherra setti allar eigur ríkisins á Hlunnindabréf sem hann útdeildi svo landsmönnum upp úr áramótum. Þar með lægju öll eignaréttindi hjá landsmönnum persónulega og eignarétturinn er jú friðhelgur. Þetta yrði að vera séreign, sem væri ekki aðfararhæf, svona svipað og kirkjur.
Annars var ég að sjá það í einhverju glamúr tímariti að Bubbi Morthens vildi byltingu.
Hvort ætli að hann vilji að hún verði Frönsk, Rússnesk eða Kúbversk?
Forsendur IFS-álits svartsýnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 23.12.2009 | 23:32 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 93
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 77
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Steini, Bubbi Morthens er örugglega að tala um aðra Búsáhaldabyltingu.
Jóhann Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 24.12.2009 kl. 08:00
Þú heldur það. Ég hélt að það væru bara börn sem hefðu gaman að því að berja búsáhöld í eldhúsum.
En börn stækka.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.12.2009 kl. 12:18
Góður að vanda hehe. Já það gengur mikið á og engin veit hvað skal gera og hvað er réttast að gera í stöðunni. Ég er fyllilega meðvituð eftir mín spor hér á jörðunni að ég verð að borga mínar skuldir og skyldur. Ég hef eins og þú Steini minn farið í gegnum 120% verðbólgu og ekki eignast fasteignir á þeim tíma. Við borguðum og borguðum og sáum engan árangur en hengjum á okkar heimili eins og við ættum lífið að leysa. Þetta tókst.. hingað erum við komin með á þak yfir höfuðið. það er nóg. Ég veit ekki hvað hefst með annarri búsáhaldabyltingu það verða engir peningar til með henni en við viljum stöðva spillinguna sem virðist vera allsráðandi í okkar samfélagi. Hana þarf að uppræta sem fyrst. Við þurfum líklega útlendinga til að taka á vanda okkar vegna skyldleika tengsla og eiginhagsmunapoti. Ekki ESB þangað vil ég ekki fara. Hátíðarkveðja í bæinn þinn. Ég má til með að kíkja á ykkur næst þegar ég kem í bæinn.
Sigríður B Svavarsdóttir, 25.12.2009 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.