Markaðshagkerfið klári málið

,,Fjármagnskostnaður kúabúa hækkaði um 319% á síðasta ári", segir í fréttinni.

Í tölum frá Hagþjónustu landbúnaðarins er greint frá því að fjármagnskostnaður 150 sérhæfðara kúabúa sem færa búreikninga   hafi aukist um 692% milli ára.

Höfuðstóll búreiknisbúanna er að meðaltali mínus 36.796.000 kr það segir að búin eigi ekki fyrir skuldum.

Ástæður fyrir þessum skuldum er óraunhæf fjárfesting í mjólkurkvótum, vélbúnaði og byggingum. Þessi þróun hefur verið drifinn áfram af verndaðri markaðshagfræði um hagræðingu og allt væri best sem stærst og eiga sem mest af stórum vélum og mjólkurkvótum.

Sigurður Loftsson formaður Landsamtaka kúabænda segir að það sé enginn markaður fyrir þessi skuldugu kúabú.

Þegar rekstraaðili er kominn í greiðsluþrot á hann samkvæmt landslögum að ganga á fund fógeta og óska eftir greiðslustöðvun eða gjaldþrotaskiptum.

Þannig að það er ekki alveg rétt hjá formanninum að það sé ekki markaður fyrir þessi bú.

Gjaldþrotamarkaðurinn er fyrir hendi og þar geta nýir aðilar komið og verslað eins og títt er á slíkum mörkuðum.

Ekki er óeðlilegt að uppi sé sanngjörn krafa um að markaðslögmálin séu virt til enda í þessum málum en ekki bara notuð til að komast yfir meiri mjólkurkvóta í skjóli þess að öllu verði bjargað þegar í óefni er komið.

Það er ekki sanngjarnt gagnvart þeim sem farið hafa með gát og hófsemi í sínum búskap.


mbl.is Kúabúin mjög skuldug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Eins og talað úr mínu hjarta.  Ég hef einmitt verið að tala um þessa ofurfjárfestingu undanfarinna ára. Þetta var hvatning í gegnum apparatið EES er mér sagt. Ég er í fyrsta skiptið sammála Bjarna Ben þegar ég las í morgun á mbl.is.. hann vill segja sig frá EES eins og þær þjóðir sem þar eru inni. "Ég var að leita að fréttinni núna en fann hana ekki". Það er ótrúlegt hvað sumar fréttir eru snöggar í gegn í miðlunum. Það sínir auðvitað það að það er eingin frjáls að því sem hann segir. Öflin í þessu landi eru með ólíkindum. Heiðarleikan vantar því honum var sturtað út á sínum tíma fyrir eigin hagsmuni þeirra sem völdin hafa á fölskum forsendum.  Talandi um heiðarleika og að halda í húmorinn...Mér líst vel á framboðið hans Jóns Gnarr.

Eigðu daginn góðan vinur og skilaðu hjartanskveðju í bæinn þinn að norðan

Sigríður B Svavarsdóttir, 21.11.2009 kl. 13:45

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Jón Gnarr flýgur náttúrlega inn á þing eins og hinir Jón Narrarnir.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 21.11.2009 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband