Skemmst er að minnast þess að prófessor við Háskóla Íslands var að rita um Halldór Laxnes og hafði ekki döngun í sér eða einurð að geta nægjanlega vel um heimildir, teygði og togaði texta og felldi saman og gerði að sínum. Grundvallar atriði í akademískum fræðum er að geta um heimildir. Í skáldskap er allt miklu frjálsara.
Hér sér prófessor við Háskóla Íslands, föður sinn hugsanlega, í bók eftir Böðvar Guðmundsson ættaðan frá Kirkjubóli í Hvítársíðu í Borgarfirði. Bókin er skáldsaga að sögn útgefanda.
Prófessorinn dettur á svellinu og eftir fréttinni að dæma skrifar frá starfsstöð sinni við Háskóla Íslands. Látum vera að prófessorinn hefði rokið í tölvuna þegar heim var komið og ritað í frítíma sínum um persónuleg málefni. Prófessorinn getur ekki litið á sig sem bókmenntalöggu við HÍ.
Ég held að prófessorinn ætti að vera kát og glöð yfir því, ef og að, faðir hennar sé það merkilegur að hann sé mönnum tilefni til yrkingar svo framarlega sem engin sé meiddur eða dregið dár af fólki.
Skáldsaga kemur ekki í veg fyrri að lífsferill persónu verið rannsakaður og skráður, ef viðkomandi sé talinn nógu áhugaverður til bókmenntarannsókna og þá getur nú verið gaman að geta sagt að viðkomandi hafi hugsanlega verið fyrirmynd í hinni og þessari skáldsögunni.
Vitanlega geta verið ýmiss sjónarmið á ferðinni sem mér eru ekki kunn og hef ég því fyrirvara á því En Háskólin Íslands verður náttúrlega að gefa því gaum, hvort prófessorar í bókmenntafræðum, sé að atast í skáldum út í bæ sem standa við púlt og skrifa sögur sér til framfærslu og lesendu til gleði.
Þetta er hið besta mál á Degi íslenskrar tungu. Hvað má og hvað má ekki? Nú hefur þjóðin um eitthvað að ræða annað en Icesave.
Vill að bókin verði tekin úr umferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 16.11.2009 | 19:48 (breytt kl. 20:05) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 16
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 566937
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 63
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
NB þetta er sami prófessor og hamaðist eins og naut í flagi við að gagnrýna HHG þegar hann skrifaði um Halldór Laxness
Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 19:58
Fróðleg athugasemd.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 16.11.2009 kl. 20:09
Það fyndna er að Helga er ekki lengur starfsmaður Háskólans, hún er farin á eftirlaun, enda orðin sjötug. Þannig að það er ansi hæpið að hún sendi nokkuð í nafni háskólans (geri reyndar ekki ráð fyrir að hún hafi sent þetta bréf í nafni háskólans)
Baldvin (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 21:01
Ég er með fyrirvara í minni færslu og vísa í fréttina. Það stendur því upp á Morgunblaðið að leiðrétta málefnið.
Ég blogga eftir fréttum sem Morgunblaðið ber upp.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 16.11.2009 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.