Tekið af vef Bændasamtaka Íslands:
,, Hver ber ábyrgð?
Í umræðum eftir framsöguerindi var farið yfir víðan völl. Þorkell Fjelsted í Ferjukoti spurði hvers vegna mönnum hefði verið hleypt út í viðlíka ævintýri eins og sæjust í fjárfestingum bænda síðustu árin. Hann sagði að víða hefði uppbyggingin verið glannaleg, hús byggð á jörðum og bústofn aukinn í engu hlutfalli við jarðastærð eða slægjur".
Þetta er einmitt spurningin. Þegar búvörulöginn voru sett var það til að takmarka framleiðsluna vegna þess að afkastageta framleiðslutækja í landbúnaði var of mikil. Margt bændafólk fékk slæma útreið og lenti illa í þessum málum. Nokkrir bændur stofnuðu félagsskapinn Röst til að andæfa vitleysunni og taka til varnar.
Síðan hófst söngur burgeisanna um að það þyrfti að stækka búin og sem að nokkru leiti er upprunnin úr kennslustofum á Hvanneyri. Hugmyndafræðingarnir smeygðu sér inn í alla stjórnmálaflokka og sungu sönginn um að stækkun búanna væri nauðsynleg til að mæta erlendri samkeppni.
Ég hef það fyrir satt að hófsamir og gætnir bændur séu ekki par hrifnir af því að það eigi að fara afskrifa gríðarlegar skuldir þessara glanna og færa þeim framleiðslutækin á silfurfati.
Það er villa í þeirri hugmyndafræði sem kemur fram hjá Gunnari Guðmundsyni hjá BÍ á vef BÍ:
,, Lykilþættir í lausn vandans væru að meta rekstrarafkomu búanna, komast niður á skynsamlegt verðmat á jörðum og tryggja afkomu bænda í framtíðinni".
Þessi rekstrarafkoma átti að liggja fyrir í upphafi.
Áhugavert væri að skoða þá leið að að gera þessi bú að samyrkjubúum eða samvinnubúum og fá nýtt ungt fólk til að stjórna og starfa við þau. Það er fullt af fólki verkefnalaust núna á mölinni og gæti hugsað sér að fara í sveitina til að tryggja matvælaöryggi þjóðarinnar. Auk þess sem þessi framleiðslutæki eiga að lenda hjá ríkisvaldinu þ.e.a.s. þessu nýja félagi um ríkiseigur, án afskrifta.
Síðan væri hægt að fá gamla Rastarfélaga eða afkomendur þeirra til að líta eftir starfseminni.
Uggur í bændum vegna skulda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 10.11.2009 | 18:45 | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 321
- Sl. sólarhring: 588
- Sl. viku: 1579
- Frá upphafi: 570885
Annað
- Innlit í dag: 297
- Innlit sl. viku: 1416
- Gestir í dag: 292
- IP-tölur í dag: 287
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.