Málþing Dýraverndarsambands Íslands um ábyrgt búfjárhald var haldið á Hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík, í dag laugardag.
Málþingið var sett af formanni, Ólafi R. Dýrmundsyni, og fjallaði hann um eftirlit með búfjarhaldi í landinu, lög og reglugerðir.
Þá ræddi Sif Traustadóttir dýralæknir um yfirstandandi endurskoðun dýraverndarlaga en hún er í nefnd sem er að endurskoða lagabálka sem snúa að þessum málum
Kristján Oddson bóndi að Neðra Hálsi í Kjós flutti erindi um aðbúnaður kúa í lífrænum búskap - viðhorf bónda.
Síðast var erindi um viðhorf neytenda til meðferðar á búfé , sem þær fluttu, Eyrún Ýr Hildardóttir og Klara Helgadóttir háskólanemar.
Öll þessi erindi voru fróðleg og áhugaverð út frá dýraverndarsjónarmiðum.
Sjálfur kom ég með smá innlegg í pallborðshluta málþingsins og reifaði eldsvoða sem hafa verið á gripahúsum í landbúnaði og hvar þau mál væru stödd hjá okkur Íslendingum. Miklir skaðar hafa orðið á sauðfé og nautgripum undanfarinn missiri þar sem fleiri hundruð dýr hafa brunnið inni vegna brotalama í byggingum, eftirliti og brunavörnum. Hefur þessum þætti landbúnaðar ekki verið nægjanlega gaumur gefinn. Það er áhyggjuefni að stór gripahús brenna og engin aðvörunarkerfi eru virk og dýrin steindrepast og geta ekki forðað sér. Þessi mál þarf að taka fastari töku og er nauðsynlegt að stjórnvöld fari yfir þessi mál.
Stjórn Dýraverndarsambands Ísland skipa. Ólafur R. Dýrmundsson, Margrétar Björk Sigurðardóttur og Linda Karen Gunnarsdóttur háskólanemar.
Hafið þökk fyrir gott málþing. Það er gott að vita að einhver stendur dýraverndarvaktina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.11.2009 | 17:54 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 142
- Sl. sólarhring: 212
- Sl. viku: 292
- Frá upphafi: 573610
Annað
- Innlit í dag: 137
- Innlit sl. viku: 255
- Gestir í dag: 137
- IP-tölur í dag: 137
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.