,,Vér göngu svo léttir í lundu"

Svona þokast þjóðlendumálin smátt og smátt áfram. Hún skýrist myndin af því hvernig eignarhaldinu er háttað á landinu og er það vel.

Það er hægt að gleðjast yfir því, þegar réttindi almennings til umferðar og afnota af Íslandi eru ljós og skýr. Ég er ánægður með að Bláfjöll hafi hlotið stöðu sem þjóðlenda.

En það er líka hægt að gleðjast yfir því þegar bændur fá sín réttindi viðurkennd. Þannig var að Esjan, bæjarfjall Reykvíkinga kom til úrskurðar, hvort hún væri þjóðlenda. Mér þótti einsýnt að Esjan væri þjóðlenda því ég er mikill þjóðlendumaður.

Og ef einhver ætti Esjuna, fannst mér að það væri þá helst Ragnar Bjarnason samanber textann; Svífur yfir Esjunni.....

En Esjan var dæmd í einkaeign, þ. e. jarða sem ættu þar merki á vatnaskilum. Um þetta er ég bærilega sáttur og get alveg unnt hlutaðeigendum þessara réttinda.

Og áfram heldur Ragnar Bjarnason að syngja, Svífur yfir Esjunni sólroðið ský.


mbl.is Bláfjallasvæðið þjóðlenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband