Götumálaferli

Óskað hefur verið eftir því að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum biðjist opinberlega afsökunar á handtöku konu sem talinn er tengjast afbrotamáli á svæðinu.

Sveinn Andri Sveinsson lögmaður konunnar segir að konan sé í miklu áfalli eftir að 30 lögreglumenn í skotheldum vestum hafi ráðist  inn á heimili konunnar.

Þetta stangast algerlega á við það sem Lögreglan á Suðurnesjum segir í yfirlýsingu með viðfestir frétt. Vísar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum atvikalýsingu Sveins Andra algerlega á bug.

Það er ekki sérstaklega góð þróun að lögmenn heyi málarekstur sinn á götum úti eða í fjölmiðlum. Þó getur stundum ef til vill verið réttmætt að koma með athugasemdir og leiðréttingar en þær verða þá að vera sannar og skotheldar.

Maður hefði haldið að málatilbúnaðurinn ætt að fara fram innan embættanna, þar sem hið rétta komi í ljós og síðan efir atvikum í dómsölum.

Lögreglan gengur ekki að gamni sínu í skotheldum vestum við handtökur.


mbl.is Börnin ekki vitni að handtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Eru orð Lögreglunnar endilega réttari en orð Sveins Andra? Þú virðist gefa þér að orð svo sé. Ég býst við að lögmenn geri sér grein fyrir því að mál verða ekki rekin í fjölmiðlum. Reyndur lögmaður gerir því áreiðanlega ekki svona athugasemd að gamni sínu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.10.2009 kl. 22:09

2 identicon

Það er ekkert sem gefur til kynna að konan hafi réttarstöðu grunaðs i þessu máli og eina útskýringin sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á Suðurnesjum gefur fyrir handtökunni og vistun í fangageimslu yfir nótt er að konan hafi verið "ósamvinnuþýð og neitaði að gefa upplýsingar sem óskað var eftir."

Ef það er lagaleg heimild fyrir því að stinga fólki í fangageimslur fyrir það eitt að svara ekki spurningum lögreglu þá er Ísland ennþá meira banana líðveldi en ég hélt. 

Fransman (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 04:22

3 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ég segi frá báðum hliðum og tek afstöðu með hvorugum og lýsi frá mínum sjónarhóli hvar reka eigi svona mál.

Sveinn Andri hefur verið svolítið gefinn fyrir það ,að mínu mati að láta mikið á sér bera og það getur verið gamnað honum.

En þetta kemur allt í ljós og lögregluyfirvöld eru væntanlega viðbúin því að mæta því sem rétt er.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 28.10.2009 kl. 07:06

4 identicon

Fransman:

Eins og þú tekur sjálfur fram þá neitaði konan að gefa vissar upplýsingar. Ef upplýsingarnar sem hún neitaði að gefa vörðuðu það hver hún sjálf er, t.d. ef hún neitaði að framvísa persónuskilríkjum og vafi lék á hver hún var, þá hafði lögreglan fulla heimild til þess að handtaka hana. Af fréttinni að dæma getur ýmislegt hafa gefið tilefni til handtöku.

Enn annað er það að þegar verið er að rannsaka umfangsmikla skipulagða glæpastarfsemi sem felur í sér mansal, vændi, fjársvik, tryggingasvik, innbrot og ofbeldi þá eru eiginkonur grunaðra mjög oft grunaðar einnig. Það liggur í hlutarins eðli og væri barnaskapur af yfirvöldum að kanna það ekki frekar. Finnst þér líklegt að eiginkonur manna í slíkri starfsemi viti bara ekkert af því?

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 09:57

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Miðað við þann mannafla sem lögreglan hefur yfir að ráða, þá dreg ég töluna 30 stórlega í efa

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.10.2009 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband