Þurrabúðarmaður var sá kallaður sem var sjómaður eða daglaunamaður í verstöð, kauptúni en hefur ekki afnot af jörð eða heldur húsdýr til nytja. Sama má segja um tómthúsmann.
Það má færa fyrir því rök að samkvæmt þessari gömlu skilgreiningu sé ráðuneytisstjórinn þurrabúðarmaður. En hann hefur ekki aðgang að sjósókn þar sem búið er að loka öllum fiskimiðum með kvótum.
Ráðuneytisstjórinn reynir að drýgja tekjur sínar með því að fjárfesta í hlutabréfum. Það er allt saman löglegt. Slík viðskipti ganga út á að kaupa þegar verðið er lág og selja þegar verðið er hátt.
Það virðast ekki vera til neinar sérstakar reglu til um það hvort æðstu embættismenn megi stunda svona viðskipti enda hefur ef til vill þurrabúðarhugmyndafræðin verið lengi við líði og menn reynt að bjarga sér.
Þó er einhversstaðar talað um innherja, það er menn sem fá vitneskju á fjármálamörkuðum, en mega ekki nota það sér til framdráttar. ,,Innherji " er ekki nógu gott orð yfir þennan verknað, minnir of mikið á knattspyrnu. Betra væri að nota orðið hrappur.
Þessi mál geta orðið afar flókinn þegar heilu bankarnir fara á hausinn og ráðuneytisstjórinn, sem á hlutabréf í bankanum og var á einhverjum fundi í útlöndum, þar sem þetta var rætt, en fátt verið fært til bókar, að því er virðist, selur allt í einu bréfin og segir engum frá.
Ég þekkti einu sinni bónda sem fór oft á fundi og sat alltaf á fremstabekk, en svaf alltaf og vissi ekkert hvað hafði gerst á fundunum.
Þetta gæti hafa hent viðkomandi ráðuneytisstjóra, þó erfitt verði sennilega að sanna það fyrir dómi.
Baldur lætur af störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 23.10.2009 | 16:40 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.