Alþingismenn Framsóknarflokksins hafa verið í Noregi til að ræða og kanna um hugsanlega möguleika fyrir ríkissjóð að fá lán vegna erfiðleika hér á Íslandi.
Þjóðfélagsvaldi er þrískipt hjá okkur Íslendingum, löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald.
Alþingismenn eru kjörnir til setu á Alþingi til löggjafarstarfa, að setja þjóðfélaginu lög til að fara eftir og hlutast til um að hér sé starfhæf ríkisstjórn.
Dómsvaldið er í höndum dómstóla og dómara sem dæma eftir lögum.
Framkvæmdavaldið er ef til vill loðnara hugtak. Um það segir Björn Þ. Guðmundsson í bókinni, Lögbókin þín;
,, Framkvæmdarvaldið er einn af þremur þáttum ríkisvalds. Hugtakið er ekki skilgreint í ísl. stjskr., en eðli máls skv. og venju táknar framkvæmdarvald fyrst og fremst vald til að halda uppi lögum og allsherjarreglu og umboð til að vera í fyrirsvari fyrir ríkið bæði inn á við og út á við. Framkvæmdavald er þannig einskonar samnefnari fyrir alla opinbera stjórnsýslu, sem hvorki verður flokkuð undir löggjafarvald né dómsvald".
Alþingismenn Framsóknarflokksins virðast því vera án lagaumboðs í þessari Noregsför og hafa ekki þá stöðu í stjórnsýslunni sem nauðsynleg er. Þeir hafa ekki verið kosnir af Alþingi eða skipaðir af ráðherra til þessarar utanfarar. Þá er rétt að spyrja um kostnað af ferðinni og hver ber hann bæði farmiðum, dvalarkostnaði og sérfræðiaðstoð?
Eina færa leiðin sem Alþingismenn Framsóknarflokksins hafa til að hreyfa þessu máli er að flytja þingsályktunartillögu á Alþingi, þar sem starfsvettvangur þeirra er, um að fela ríkisstjórninni að sækja um lán að tiltekinni upphæð til norskra stjórnvalda.
Plan B framsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 15.10.2009 | 20:51 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stoltenberg sagði nei. Halvorsen sagði nei.
Þráinn Jökull Elísson, 15.10.2009 kl. 21:17
Já, en Framsóknarmenn segja B.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 15.10.2009 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.