Borgarafundur á Suðurnesjum ályktar um atvinnumál og er þungt hljóðið í fólki, sem eðlilegt er. Atvinnulíf á Suðurnesjum hefur verið fjölskrúðugt að mörgu leiti, lengst af.
Þar er fyrst að telja allan sjávarútveg og sjósókn og landvinnslu, mikil umsvif í kring um Bandríkjaher, flugvöllinn, Bláalónið og svo mætti lengi telja.
Sjávarútvegurinn hefur breyst vegna hagræðingar í greininni, sem margir hafa mælt með og stjórnmálaöfl hafa farið í fylkingarbrjósti fyrir. Í staðin fyrir marga smærri báta og fiskvinnslur eru komnir stórir skuttogarar með fullvinnslu út á sjó. Hverjir hafa tapað og hverjir hafa grætt á því?
Herinn er farinn og þar gufuðu upp mörg störf. Á það hefur verið bent oft og mörgum sinnum af mörgum í tímans rás, hve atvinnulíf á Suðurnesjum gæti liðið fyrir það að stóla of mikið á atvinnu vegna Varnarliðsins. Aðilar á Suðurnesjum hafa aftur á móti verið duglegir að sjá atvinnumöguleika á Varnarsvæðinu og þeir verið nýttir.
Umhverfisráðherra hefur viljað staldra við og afla frekari gagna vegna raforkulínu vegna frekari stóriðju og atvinnustarfsemi á Suðurnesjum. Það verði að sjá heildarmyndina bæði varðandi orkuöflun og fjármögnun að áliti ráherrans. Nú eru þeir tímar á Íslandi að stjórnvöld verða fara með gætni og varúð með framtíðar fjárfestingar. Almenningur vill ekkert nýtt Kröfluævintýri eða fjármálaklúður.
Það er ofmælt að aðgerðir stjórnvalda og betri umhugsunartími stjórnvalda, sé eitthvað sérstaklega beint gegn tekjulágu fólki. Það er einhver mannvonskutónn í svona orðalagi ályktunarinnar, satt best að segja.
Töfum í atvinnuuppbyggingu beint gegn tekjulágum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 12.10.2009 | 21:00 (breytt kl. 21:04) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.