,,Þetta er Grímur Gíslason sem talar frá Blönduósi"

Laxveiði í húnvetnskum ám hefur verið gjöful þetta sumarið.  34 ára gamalt veiðimet í Blöndu er nú fallið en þar hafa nú veiðst yfir 2400 laxar. Glöggir bændur hafa tekið eftir  því að Blanda er mikið betri laxveiðiá eftir virkjun árinnar. Kunnugir telja og, að áreyrar í neðrihluta Blöndu hafi breyst í gjöfula akra.

Fréttir herma að gæsaveiðimenn hafi verið á skytteríi  á svokölluðum Bakásum. Á milli þess sem þeir tóku kvöld og morgunflugið hafi þeir dundað sér við að veiða lax í gamlar föðurlandsbrækur, en lax var stökkvandi um alla á.

Bændur á bæjum við Laxá á Ásum hafa átt erfitt með smalamennskur og heimtur við ána vegna þess að ítrekað þegar þeir hafi ætlað að fara á hestum yfir ána hafi hrossin fælst vegna þess að áin var ófær vegna laxgengdar.

Kúluheiðargangnamenn eru nú komnir af heiðinni og herma fregnir að dilkar séu vænir. Er talið að allir gangnamenn hafi skilað sér heim á sína bæi.

Fátt er að frétta úr Vatnsdal, en talið er að þar verði langur og strangur Lombervetur hjá bændum.

,,Þetta er Grímur Gíslason sem talar frá Blönduósi"


mbl.is Gamalt veiðimet slegið í Blöndu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband