Andlegt og líkamlegt atgervi

Sagt er frá því í fréttinni að slagsmál hafi blossað upp í tengslum við dansleik á Húsavík. Ekkert er sagt hvert misklíðarefnið var. Gæti verið ástarmál eða eitthvað svoleiðis.

Það orð hefur aldrei verið á Þingeyingum að þeir séu slagsmálahundar eða ofstopamenn.

Þeir hafa aftur á móti verið taldir greindir og vel yfir meðaltali vel gefnir.

Það sannaðist nú um helgina þegar söngmenn, hljómlistarmenn og nótnasnillingar unnu yfirburðasigur í spurningakeppni í Sjónvarpinu á föstudagskvöldi. Þar gengu Ljótu hálfvitarnir óbeygðir frá borði. Tónlistarhefð er gamalgróin í Þingeyjarsýslum og þar hafa margir lagt hönd á plóg. Ég hef það fyrir satt að orgelharmóníum hafi verið til á mörgum bæjum í gamladaga sem var ekki algengt.

Þá vann sveitarfélagið Norðurþing spurningakeppnina Útsvar og lögðu Reykjanesbæ, ,, Og sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn að fast þeir sóttu sjóinn og kalla ekki allt ömmu sína", í ýmsum greinum. Ég sá ekki betur en þar kæmu Ljótu hálfvitarnir einnig við sögu. Þannig að þetta eru engir H-á-l-v-i-t-a-...rrrrrrr , sagt á þingeysku.

Það má því að búast við að Þingeyingar gangi dulítið á á tánum næstu daga og hafi uppi gamanmál og byggi loftkastala varðandi tónlist og gáfnafar. Það hefur löngum loðað við Þingeyinga að þeir væru svolítið á lofti og þetta ætti að duga þeim fram yfir veturnætur eða fram að þorrablótum.


mbl.is Slagsmál á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband