Steingeldir stúdentar við Háskóla Íslands, æpa nú að menntamálaráðherra Katrínu Jakobsdóttur vegna lækkunar á rekstrarfé til skólans.
Það er eins og stúdentar geri sér enga grein fyrir ástandinu. Hér eru allir sjóðir að þorna upp. Atvinnutryggingarsjóður verður uppurinn að óbreyttu í haust. Verið er að hirða búvélar og framleiðslutæki af bændum. Tekjur sveitarfélaga eru að hraðminnka. Fé til sjúkrahúsa er minnkað. Atvinnuleysi stigmagnast. Fólk er ráðalaust vegna fjárhagserfiðleika.
Menntavegurinn er ekki endilega upp í Háskóla Íslands. Hann er út um allt þjóðfélagið. Hann liggur í gegn um fólkið og býr í því sjálfu, ef það hefur sæmilega greind, kjark og dugnað.
Það væri nú uppbyggilegt að stúdentar kæmu nú með einhverjar tillögur um aðgerðir við því neyðarástandi sem hér er að skapast frekar en að vera jarma þetta.
Er ekki bara hægt að læra heima? Hér þarf að skipuleggja sjálfboðasveitir til að við komumst í gegn um þetta. Allstaðar þarf fólk að verða viðbúið miklum erfiðleikum. Nú er það samstaðan sem gildir.
Stúdentaráð HÍ fordæmir fyrirhugaðan niðurskurð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 4.9.2009 | 20:47 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 15
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 566936
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jú lærum bara heima, ég get alveg kennt mér sjálfur Stjórnmálafræði og jafnvel bara gefið mér einkunnir líka. Þá spörum við líka meiri pening, og þetta yrði allt saman svo miklu einfaldara
Eiríkur Guðmundsson, 5.9.2009 kl. 02:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.