Brjótumst út úr herkvínni

Forustumenn fjármála og viðskipviðskiptalífs, ákveðnir stjórnmálaforingjar, eftirlitsstofnun og bankastjórar allt þekkt nöfn í íslensku atvinnu og stjórnmálalífi, hröktu íslenska þjóð i herkví.

Þar á eftir létu Bretar, (sem við björguðum frá hungri í seinniheimstyrjöldinni með því að færa þeim reglulega fismeti), hryðjuverkalög á okkur dynja.

Alþingi hefur nú samþykkt ábyrgðir á svokölluðum Icesavesamningum, með þungum fyrirvörum, sem íslenskir samningamenn neyddust til að samþykkja vegna þess að herkvíin var orðin svo þröng að þeir gátu ekki dregið upp sverð sín.

Forseti Íslands hefur haft uppi nýmæli varðandi beitingu 26. gr stjórnarskrárinnar varðandi að neita að skrifa undir lög frá Alþingi. Hefur þetta ákvæði verið óvirkt allan lýðveldistímann, en varð virkt vegna afgreiðslu svokallaðra fjölmiðlalaga. Almenningur þarf að fá sjálfstæðan rétt til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu t.d undirskrift ákveðins hlutfalls kosningarbærra borgara.

Nú hinsvegar telur forseti ekki rétt að að beita þessu ákvæði þar sem nokkuð breið samstaða varð um alla fyrirvara varðandi Icesavelögin, þó Sjálfsstæðismenn hafi ekki greitt lögunum atkvæði sitt við endanlega atkvæðagreiðslu. Sjálfsagt hefur það verið gert af búhyggindum til að auka fylgi flokksins en það hefur farið þverrandi.

Bretar og Hollendingar hafa kvartað yfir því, að þeir hafi ekki verið upplýstir um málatilbúnað Alþingis og beðið eftir að þeim væri gerð grein fyrir fyrirvörum Alþingis.

Það er skoðun mín að þeir geti bara lesið sig til á vef Alþingis um þessa fyrirvara. Síðan þarf að þæfa þetta mál bara og teygja.

Nú er lag að brjótast út úr herkvínni. Það er hægt að gera með margvíslegum hætti. Halda uppi málfylgju um hve reglur ESB um frjálst flæði fjármagns er hættulegt smáum þjóðríkjum. Vera á varðbergi gagnvart öllum stjórnarathöfnum valdhafanna. Það má segja að bloggarar hafi hér unnið áfangasigur í lýðræðisátt og er það nýmæli í stjórnmálum, enda hefur þjóðin ávalt verið vel ritfær.


mbl.is Forsetinn staðfestir Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband