,,Góður á sér jafnan góðs von", segir gamalt máltæki Að vera með svona hótanir sem setur líf fjölda fólks úr skorðum er ófyrirgefanlegt og ber að harma það.
Reynum að standa saman um hið góða. Nógir eru erfiðleikar okkar samt og fara vaxandi.
En með samstöðu og hafa gætur hvert á öðru, taka utanum hvert annað í hófi og á réttum augnablikum, munum við sigrast á erfileikunum.
Hættum vitleysisgangi í skólum.
Þar eigum við að efla eigin hag til framtíðar, með námi, félagsstörfum og að bæta okkur og umhverfi það sem við lifum í.
Hótunin strax tekin alvarlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 24.8.2009 | 16:41 (breytt 4.6.2011 kl. 14:19) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 27
- Sl. sólarhring: 97
- Sl. viku: 177
- Frá upphafi: 573495
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 144
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér þar.
En einhvern vegin hef ég á tilfinningunni að þetta sé þjóðfélagið í hnotskurn núna. Og eitthvað annað en bara prakkarastrik standi að baki.
Ofan á öll vandamál í þjóðfélaginu, hópast unglingar sem hafa þegar upplifað höfnun í atvinnulífinu aftur inn í skólakerfið. Skólakerfi sem er að spara, og þeir sem ekki greiddu skólagjöldin fyrir nokkrum vikum, eða voru ekki með topp einkunnir, eða voru ekki að koma beint úr grunnskóla. Áttu kanski bara aldrei sjéns. Þar með upplifa þessir krakkar enn meiri höfnun, og nú frá kerfinu.
Þvílíkt skíta kerfi að geta ekki aðlagað sig betur að æsku okkar, okkar framtíðar auðlindum, þrátt fyrir niðurskurð. Svei þeim, annað eins var nú gert fyrir útrásar pakkið. Það væri fróðlegt að fá tölur fram hve mörgum unglingum var snúið frá skólakerfinu í haust, hversu margir þeirra fara á atvinnuleysisbætur, eða þurfa jafnvel að finna svarta vinnu til að hafa eitthvað við að vera.
Það heirist ansi lítið frá félagshyggju ríkisstjórninni núna. Hún er ekki að leysa vandamál heimilanna svo mikið er víst, því þetta er eitt þeirra.
Stórefla skólana strax, nýta eitthvað af því auða húsnæði sem til er og því atvinnulausa fólki sem er á bótum hvort eð er.
Ef við ekki hlúum að framtíðarauðæfum okkar núna(unga fólkinu), þá er alveg víst að það fer eitthvað annað. Eða í versta falli endar hér sem ógæfu fólk á villigötum, og framtíðarkostnaður á félagsmálapakkanum.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 19:47
Hafðu þökk fyrir þetta innlegg Arnór.
Ég var í héraðsskóla og er blanda af sveitamanni og borgarbarni. Í héraðsskólana komu oft borgarbörn, sem sumir mundu segja að hafi verið ögn baldin og óstýrilát. Þetta varð hið besta fólk eftir vistina í héraðsskóla.
Í gömlu héraðsskólunum var mikil áhersla lögð á félagslíf. Og nú þarf að efla þann þátt í skólum og gera hann eilítið sjálfbæran með sjálfboðavinnu.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.8.2009 kl. 21:05
Nú sem aldrei fyrr. Gott félagslíf eru bestu forvarnir sem fást í dag. Og sannarlega er maður manns gaman. Og krakkar í dag þurfa sannarlega að læra að skemmta sér og öðrum, án þess að veskið sé altaf tekið upp.
En ég hef mestar áhyggjur samt af þeim fjölda ungmenna sem ekki fékk inni neinstaðar, í skólakerfinu. Og finnst því skólakerfið vera að svíkja þVegna t.d. fátæktar( Bara innritunar gjöld fyrir eina önn slaga hátt í 20þ annar kostnaður skiftir einnig tugum þúsunda á önn,eins og t.d. bókakaup) margir komust ekki að vegna slakra einkanna, vinsælustu skólarnir virðast hafa getað fyllt sig af nemum með mjög háar meðaleinkunnir.
Aldrei hefur þörfin um að skólakerfið taki fleyri verið brýnni, nú þegar kreppir að og ungafólkið sem fór t.d. út í atvinnulífið í góðærinu vill snúa aftur þá lendir það aftast í biðröðinni því þeir sem koma beint úr skyldunámi hafa forgang.
Nú væri sannarlega gott að hafa nokkra héraðsskóla úti á landi sem gætu tekið eitthvað af þessum nemum.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.