Fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon eyðir tíma sínum við það að leiðrétta lögfræðinga út í bæ vegna Icesave, um smáatriði og sem til þess eru fallin að dreifa umræðunni. Hann á að láta aðstoðarmenn um það, en reyna frekar að hvíla sig og safna kröftum.
Aðalatriði málsins er þetta: Alþingi getur ekki afgreitt eða komist að niðurstöðu um Icesave-uppkastið fyrr en rannsóknarskýrsla nefndar sem Alþingi skipaði til að rannsaka bankahrunið liggur fyrir.
Að ætla að fara gefa ríkisábyrgð vegna málsins er svona svipað og lögreglumenn færu að borga skaða af innbroti eða slökkviliðsmenn færu að borga brunatjón áður en þeir færu af vettvangi og málið væri rannsakað og upplýst.
Evrópusambandið verður að bera ábyrgð á tjóni sem vitlausar reglur valda smáþjóðum og það verður að kalla ESB að málin, það er öllum að verða ljóst. Hið sameiginlega eftirlit á að virka innan sambandsins.
Icesave-uppkastinu var mótmælt fyrir framan Alþingi kl.14:00.
Ekki minnst á lögfræðikostnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 24.7.2009 | 17:05 (breytt 28.1.2013 kl. 16:15) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 213
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 659
- Frá upphafi: 569937
Annað
- Innlit í dag: 195
- Innlit sl. viku: 576
- Gestir í dag: 191
- IP-tölur í dag: 191
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Smáatriði ??
Jón Ingi Cæsarsson, 24.7.2009 kl. 17:26
Já, smáatriði. Í mínum huga er þetta smáatrið miðað við umfang málsins. Þetta eru 585 krónur á kjósanda á Íslandi á ári eða 1 1/2 kaffibolli.
Það er hæpið að fjármálaráðherra eigi að eyða tíma sínum í orðaskak út af 1 1/2 kaffibolla per kjósanda á ári. En vitaskuld skal rétt vera rétt og það kemur væntanlega í ljós.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.7.2009 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.