Alþingi setti á fót Rannsóknarnefnd til að rannsaka, aðdraganda, orsakir og afleiðingar bankahrunsins.
Væri nú ekki sjálfsögð kurteisi við þjóðina og nefndina að bíða eftir niðurstöðu Alþingisnefndarinnar áður en farið verður að samþykkja ríkisábyrgðir vegna starfsemi hlutafélagsbanka á erlendri grund.
Í hverskonar hugarheimi eru alþingismenn eiginlega. Þeir virðast ekki skilja, að það verður að bíða eftir aðalmálskjölum í þessu mikla máli og öllum málavöxtum til að geta tekið ákvörðun sem byggist á okkar eigin greiningu sem þjóðar í málinu. Þetta er grundvallar atriði. Alþingi er ekki sjoppa fyrir framkvæmdavaldið. Það á að taka algerlega sjálfstæða ákvörðun í málinu.
Hvað ef Icesavemálið kemur þjóðinni ekkert við? Það sé raunverulegt glæpamál. Ég held að það sé nú allt í lagi að doka aðeins við. Og vel að merkja á hvers vegum er þessi Björn Valur Gíslason. Meirihlutans eða minnihlutans í VG. Þetta þarf þjóðin að vita svo hún geti kortlagt málið og kíkt í kompásinn.
Og forseti Lýðveldisins ,hvar er hann? Hann hefur ekki sést lengi, lengi. Hann á nú þegar að að senda þingið í sumarfrí. Það eru allir orðnir þreyttir í þinginu. Og þreyttir menn gera eintóma vitleysu.
Og hvað um mágsemdir okkar við Breta. Eru þær einskis metnar í þessu máli. Í fornsögunum voru mágsemdirnar þó alltaf einhvers metnar.
Nú þarf fólk að fara hugsa þetta mál allt upp á nýtt. Ekki þennan flumbrugang.
Icesave úr nefnd í næstu viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 18.7.2009 | 20:40 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 10
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 75
- Frá upphafi: 566931
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.