Frá Seltjarnarnesi í Valhöll

Greint er frá því að Jónmundur Guðmarsson sé að hætta sem bæjarstjóri Seltjarnaness og verði framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.

Ég þurfti eitt sinn, sem utansveitarmaður, úr Reykjavík, að reka smávegis erindi við bæjarstjórann og og get ég sagt það eitt, að hann kom fram í því máli af háttvísi og heiðarleika. Ég fór af fundi hans kátur og léttur í spori.

Fólk má ekki sjá skít í öllum hornum þó tilfærslur séu á mönnum innan stjórnkerfis Sjálfstæðisflokksins. Við verðum þegar allt kemur til alls að búa hér saman í þessu landi með ólíkar stjórnmálaskoðanir.

Jónmundur er vel menntaður, er með meistaragráðu í alþjóðastjórnmálum frá Oxford og það er einmitt menntun sem nýtist þjóðinni vel nú um stundir. Ef til vill kann hann tökin á Tjallanum, þegar kemur að því að við getum ekki borgað Icesave.


mbl.is Hættir sem bæjarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband