Upplýsingar um þrjú atriði vantar að mínu mati í umræðuna varðandi uppkastið að Icesavesamningunum
Það hefur ekki svo ég viti verið birt neitt lögfræðiálit um hver sóknar- eða varnarstaða okkar er í þessu máli. Allavega hefur almenningur ekki séð það. Víglína okkar er væntanlega einhver við upphaf málsins.
Það hefur verið þvælt og karpað um það að gagnaðilarnir vilji ekki gerðardóm, vilji ekki hafa samkomulag um til hvaða dómstóls eigi að leita og svo framvegis. Neitum við að greiða þurfum við ekki að velja neinn dómstól. Við bíðum bara átekta. Gagnaðilinn verður að bera kröfur sínar upp við dómstól. Heimili og varnarþing Landsbanka Íslands er á Íslandi, væntanlega í Reykjavík. Gagnaðilinn hefði engan annan kost en að snúa sér til íslensks dómstóls, að mínu mati.
Sigurjón Árnason fv. Landsbankastjóri hefur verið brattur í fjölmiðlum í dag og talið að eignir Landsbankans dugi fyrir Icesavesamningunum og því höfum við ekkert að óttast. Þá er spurt; er minni kreppa á Icesavesvæðinu og lítil hætta að skuldara Landsbankans lendi í gjaldþrotum þar en annarsstaðar? Ég hef enga þekkingu á því en svona út frá hinu venjulega má ætla að fyrirtæki fari þar í gjaldþrotameðferð eins og hér heima. Þá sitjum við uppi með skellinn. Mér finnst þetta heldur þunnur þrettándi hjá fv. Landsbankastjóra.
Í Icesavesamningsuppkastið vantar fyrirvara um, að ef skuldari verður gjaldþrota sem á í viðskiptum við Landsbankann taki íslendingar ekki á sig skellinn og skuldakrafan, sem því nemur afskrifast og sé ekki greidd og tilheyri ekki samningnum.
Alþingi verður að fara yfir svona atriði og senda samninganefndina til baka og óska eftir gleggri samningi. Nú er tækifærið fyrir Alþingi að sýna framkvæmdavaldinu myndugleika og halda sæmd sinni. Og þá munu það hafa fólkið með sér.
Blekkingar, heimska og hótanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 8.6.2009 | 21:12 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 8
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 1391
- Frá upphafi: 566775
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1242
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mig langar að senda þessa færslu inn á Facebook síðuna, sem að Jóhann var að stofna fyrir mig. Vona að það sé lagi. Kemur þar fram undir þinni vefslóð.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.