Eitt sinn gisti ég í íbúð systur minnar á Seltjarnanesi. Um nóttina vaknaði ég við þrusk fyrir utan. Fór ég fram og kíkti út, en gætti þess að hreyfa ekki gluggatjöldin. Voru þá tveir kauðar búnir að opna húddið á bíl sonar systur minnar. Taldi ég að þeir ætluðu að stela geymi úr bílnum.
Hringdi ég á lögregluna og sagði henni málavexti og ætlaði svo að bíða átekt. Styggð kom að gaurunum og stukku þeir upp í bíl sinn og óku brott. Hafa þeir sennilega séð gluggatjöldin hreyfast.
Ég var staðráðinn í að láta þá ekki sleppa. Stökk ég upp í bíl minn á náttfötunum og berfættur og veitti þeim eftirför. Litlu seinna kom lögreglan á móti piltunum og stöðvaði þá, en leit mig grunsemdar augum. Í ljós kom að þetta voru vinir systursonar míns og hugðust þeir gera honum skráveifu, með því að taka kveikju bílsins úr sambandi. Frændi minn var ekki heima. Það sem mér fannst frábært fyrir utan það að elta gaurana á náttfötunum, var hve lögreglan var fljót á vettvang. Piltarnir sluppu með áminningu og skrekkinn, en ég lagði mig það sem eftir lifði nætur.
Ræningjar í gæsluvarðhald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 27.5.2009 | 19:47 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 2
- Sl. sólarhring: 342
- Sl. viku: 488
- Frá upphafi: 573825
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 439
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kom við, er á kvöldgöngu. Skemmtileg saga Steini minn. Takk fyrir innlitskvitt á mína síðu undanfarið. Sumarkveðja í bæinn þinn.
Sigríður B Svavarsdóttir, 31.5.2009 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.