Á fjárlögum 2009 voru verðbætur felldar niður af búvörusamningum. Það hefur ekki þótt réttlátt að launamenn með óverðtryggða samninga borguðu bændum fyrir verðtryggðar búvörur. Samningslög gilda um búvörusamninga eins og aðra samninga. Bændur gátu þess vegna leitað réttar síns fyrir dómstólum með úrskurð um verðtryggingarákvæðið. Hefði það verið réttari málsmeðferð en sú sem kynnt hefur verið og bændum til meiri sóma en að þiggja kosningasporslur.
Landbúnaðarráðherra lá ekkert á og hafði engum skyldum að gegna með undirritun slíks samning sem er með innbyggðar hækkanir og hálfar verðbætur. Auk þess sem samningurinn er framlengdur um tvö ár. Samningurinn hefur enga stöðu til að kallast þjóðarsátt vegna þess að engir þjóðfélagshópar hafa verið kallaðir saman til að fjalla um þetta mál. Þetta mál hefði þurft að undirbyggja mikið betur. Þetta er vanhugsuð og grunnhyggin ákvörðun 10 mínútum fyrir kosningar. Hún er aðeins hugsaður til að reita fylgi frá Framsókn og upphefja VG meðal bænda og ná þar í jaðarfylgi.
Vísað er í það að samningurinn sé gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis og lagabreytingar þar um. Alþingi hefur verið rofið og hefur ráðherra því ekkert þing til að leita til nú um stundir. Ráðherrann situr nú í starfsstjórn og er því umboðslaus til að taka svona ákvarðanir.
Nú er bara að sjá hvað Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra gerir með sitt fólk hjá BSRB. Fá launamenn verðbætur til að kaupa verðbættar búvörur eða verða menn að leggjast inn á spítala til að láta minnka í sér magann? Og verður það frítt?
Breytingar á búvörusamningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 18.4.2009 | 16:05 (breytt 23.4.2009 kl. 12:52) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 19
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 93
- Frá upphafi: 566957
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 69
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.