Borgarahreyfingin er sjálfsprottin pólitísk hreyfing, sprottin úr grasrót íslenskrar alþýðu og almúgafólks. Hreyfingin verður til eftir bankahrunið þegar í ljós hefur komið að heimskan hefur riðið röftum í íslensku bankakerfi svo og víða í atvinnulífi. Eftir að þjófélagið hefur verið drifið áfram af erlendri skuldasöfnun og stjórnvöld hafa látið í áraraðir viðskiptahalla viðgangast. Markaðurinn átti að stýra öllum athöfnum og hreyfingum í þjóðfélaginu. Þá virtist það bara hafa vera blöff.
Borgarahreyfingunni hefur tekist að bjóða fram lista í öllum kjördæmum sem er afrek út af fyrir sig. Hún glímir við ójafnræði miðað við önnur stjórnmálaöfl sem eru með kjörna fulltrúa á Alþingi og sem fá framlög á fjárlögum miðað við stærð. Af þeim sökum verður Borgarahreyfingin að baka sitt bakkelsi sjálf, til nota á kosningaskrifstofum, en getur ekki farið út í bakarí að kaupa vínarbrauð fyrir skattfé. Eins verða meðlimir og kjósendur hennar að taka myndir hvor af öðrum og láta það duga, því hreyfingin hefur ekki efni á að fara á auglýsinga- og ljósmyndastofur.
Atvinnuleysi hér er orðið gríðarlegt og má búast við að sá stóri hópur horfi frekar til Borgarahreyfingarinnar um ráð og breytingar, en annarra flokka sem nú um stundir snúast um sjálfa sig í leit að fjármunum til endurgreiðslu styrkja sem þeir hafa hlotið fyrir vasklega framgöngu á vettvangi þjóðmála.
Krafan um breytt þjóðfélag og betra skipulag er mjög rík í nú á dögum og þeir sem vilja breytingar leita að sínum möguleikum þar um.
Í skoðanakönnunum hefur fylgið við hreyfinguna verið að vaxa hægt og sígandi og því er spáð að, svo verði fram á kjördag.
Þetta verða spennandi tímar framundan, eins og sagt var fyrir bankahrun, ef fréttist að einhver hefði keypt eitthvað af einhverjum.
Borgarahreyfingin býður fram í öllum kjördæmum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 12.4.2009 | 16:36 (breytt 23.4.2009 kl. 12:53) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 279
- Sl. sólarhring: 341
- Sl. viku: 429
- Frá upphafi: 573747
Annað
- Innlit í dag: 264
- Innlit sl. viku: 382
- Gestir í dag: 257
- IP-tölur í dag: 251
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með framboðið.Vona bara nokkrir komist á þing.
Árni Björn Guðjónsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.