Vátryggingafélag Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Mbl.is um 200 milljóna veð í sveitarsetri Sigurðar Einarssonar.
Þar segir:
Í frétt Morgunblaðsins er ranglega haldið fram að Veiðilækur ehf. skuldi Vátryggingafélagi Íslands 200 milljónir króna. Hið rétta er að Veiðilækur ehf., sem er félag um jarðeign og húsbyggingu við Norðurá í Borgarfirði, fékk 75 milljón króna lánsfjármögnun frá Vátryggingafélagi Íslands gegn veðtryggingu að fjárhæð 200 milljónir króna. Vátryggingafélag Íslands telur því tryggingar fyrir þessari lánsfjármögnun traustar.
Ég skil þetta svo að Veiðilækur ehf hafi fengið 75 milljónir í lán frá VÍS gegn veðtryggingu að fjárhæð 200 milljónir króna. Hér kemur ekkert fram í framangreindri yfirlýsingu hverskonar 200 milljónir þetta séu. Er þetta skuldabréf sem Sigurður afhendir VÍS til tryggingar fyrir því að standa í skilum? Er þetta hlutabréf í einhverju hlutafélagi? Er þetta veðréttur í jörðinni? Eru þetta framtíðar arðgreiðslur af veiðirétti? Hvaða verðmæti eru þetta og af hverju þurfa þau að vera að upphæð 200 milljónir en ekki bara lánsupphæðin 75 milljónir?
Þegar svo er komið að Vátryggingafélag Íslands sem starfar á almennum markaði er komið í þá stöðu á markaði að eitthvað sé sé vafasamt eða orki tvímælis verður það að greina skýrar frá.
Ég hef átt farsælt samstarf við VÍS áður Samvinnutryggingar í 44 ár og vil endilega að félagið hafi hreinan skjöld og hlutina í lagi eins og kostur er miðað við aðstæður nú.
200 milljóna veð í sveitasetri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 2.4.2009 | 17:57 (breytt 23.4.2009 kl. 13:04) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 68
- Sl. sólarhring: 487
- Sl. viku: 1326
- Frá upphafi: 570632
Annað
- Innlit í dag: 62
- Innlit sl. viku: 1181
- Gestir í dag: 61
- IP-tölur í dag: 61
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.