Stéttarsamtök vilja ráða yfir innanlandsmarkaði á mjólk

Greint er frá því í Morgunblaðinu 27. mars að samið hafi verið frumvarp í landbúnaðarráðuneytinu í samráði við verðlagsnefnd búvöru, Bændasamtökin og samtök afurðarstöðva í mjólkuriðnaði, þar sem kveðið er á um að afurðastöðvar verði sektaðar um 110 kr/pr líter mjólkur við að taka við mjólk frá bændum sem ekki hafa mjólkurkvóta og bjóða til sölu á innanlandsmarkaði.

Sem kunnugt er hefur, Ólafur Magnússon í Mjólku ekki þegið ríkisstyrki og framleitt mjólk og sett mjólkurvörur á innanlandsmarkað.  Ef hægt er að framleiða mjólk án ríkisstyrkja þá er það bara hið besta mál og léttir fyrir ríkisjóð á þessum erfiðu tímum.

Bændasamtök Íslands sem telja sig stéttarfélag bænda, en leyfa ekki bændum að greiða atkvæði um búvörusamninga, nema þeir eigi kálfa eða mjólkurkvóta, vilja með öðrum orðum ráða yfir innanlandsmarkaði og meina bændum að nota jarðir sínar og gripahús til að afla sér lífsviðurværis með mjólkurframleiðslu nema þeir þiggi ríkisstyrki.

Atli Gíslason formaður landbúnaðarnefndar segir að frumvarpið hafi verið lagt til hliðar. Með öðrum orðum, það fékkst engin til að flytja frumvarpið. Auðvita átti Landbúnaðarráðuneytið ekki að taka það í mál að svona frumvarp væri samið innandyra í ráðuneytinu m.a. af þeirri ástæðu að slík sektarákvæði brjóta í bága við atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Það væri svona eins og að banna bændum að prjóna sokka og selja, af því að þeir væru til sölu í Kringlunni og Smáralind.

Bóndinn Kári í Garði í Mývatnssveit seldi eitt sinn kjöt upp úr frystikistu löglega slátrað í sláturhúsi í Kolaportinu og mæltist það vel fyrir hjá neytendum. Ég ætla ekkert að rifja þá sögu upp hér.

Ég vona að Alþingi Íslendinga sjái að sér, ef svona lagabastarður, sem frá er greint í frétt Morgunblaðsins, berst inn í þingsali, þar sem beinlínis í sinni nöktustu mynd, að bændafólki sé bannað að bjarga sér á krepputímum.

Ég vildi miklu frekar sjá ríkisstuðning fara stiglækkandi eftir framleiðslumagni og dreifast á fleiri bændur. Það mundi efla matvælaöryggið og styrkja byggðirnar. Það er meiri áhætta ef eitthvað kemur fyrir á stórum búum, svo sem sjúkdómar, gjaldþrot,  fjósbrunar og þess háttar, en á minni búum. Landið og tún mundu verða betur nýtt til fóðuröflunar. Það þýðir ekkert lengur að moka fóðurbæti í kýrnar þar sem vöntun er á gjaldeyri og hann ekki í sjónmáli að bestu manna yfirsýn.

Ég hef það sjónarmið að þeir miklu fjármunir sem fara í stuðning við þessa framleiðslustarfsemi nýtist þannig betur með skilvirkum hætti og komi fleirum að notum en nú er. Heildarhagsmunir mæla með því að þessar breytingar verði gerðar sem ég nefni hér að ofan og mundu verða vegvísir til sáttar um landbúnað meðal alþýðu manna á þessum erfiðu tímum sem við lifum nú á.


mbl.is Frumvarp ekki í gegn nema í sátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka þér Þorsteinn. Nú þarf svo sannarlega að taka umræðu hér á blogginu um þetta mál. Ég hef lengi dáðst að Ólafi Magnússyni frá Eyjum II fyrir djörfung hans og þrautseigju í þessum rekstri. Það vakti lítinn fögnuð hjá varðhundum afurðastöðvanna þegar hann byrjaði á þessum rekstri og bauð bændum að kaupa af þeim mjólk. Nú hefur hann og þeir bændur sem hann hefur skipt við sannað að það sé hægt að framleiða mjólk og vinna úr henni án ríkisstyrkja.

Við þær aðstæður sem nú hafa skapast í efnahagskerfi okkar er fátt brýnna en að byggja upp sjálfbæran rekstur í sem flestum greinum og þá ekki síst á jaðarsvæðum. Landsmenn eiga að mynda samtök til að styðja Ólaf M. í baráttunni gegn kerfinu og með því væru éir einnig að styðja bændur sjálfa. Það er aldrei auðvelt að vinna bug á pólitísku kerfi sem náð hefur að festast í sessi.

Gerum búvöruframleiðslu sjálfbæra og það gerum við með því að losa um höft á beinni verslun milli framleiðenda og neytenda og jafnt í mjólkurafurðum sem kjötafurðum.

Árni Gunnarsson, 28.3.2009 kl. 23:01

2 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Sæll félagi Þorsteinn!

Mér er satt að segja brugðið að lesa þessi tíðindi , að bændafoystan láti sér ennþá, -langt liðið á 21 öldina, detta þessi ósköp í hug.

Hélt í einfeldni minni að þessi gamla hugmyndafræði, að það að þiggja opinber framlag ætti jafnframt að tryggja forgang að markaði, væri barn síns tíma og menn vaxnir frá henni!

Þetta er beinlíns sorglegt að til séu þvílík fífl enn meðal okkar fyrrum stéttarbræðra!

Kristján H Theódórsson, 28.3.2009 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband