Sturla Hólm Jónsson vörubílstjóri sækist eftir 1-2 sæti á lista Frjálslyndaflokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu í hönd farandi Alþingiskosninga. Sturla hefur farið fyrir mótmælum vörubílstjóra og hafa þeir ekið um götur og þeytt flautur bifreiða sinna ákaflega. Einnig voru þeir með sýnikennslu í útför virðingarmanna fyrir framan Alþingishúsið.
Ég las bókina Ofsa eftir Einar Kárason um jólin. Hún segir frá átökum á Sturlungaöld. Þar er meðal annars sagt frá Flugumýrarbrennu í Skagafirði. Við hjónin sátum sextugsafmælisveislu vinkonu okkar að Löngumýri í Skagafirði nú um helgina. Við gistum þar um nóttina. Ég spurði konu mína að því hvort það væri ekki hætta á að við yrðum brennd inni um nóttina. Hún taldi ekki svo vera, við værum ekki nógu merkileg til þess. Þá sagði ég; já en það er hríð og alveg gráupplagt að gera brennu. Þessar bæjar brennur hættu og við komust undir Noregskonung með Gamlasáttmála.
Nú brenna efnahagsmálin á þjóðinni og við erum búin að fá norskan seðlabankastjóra. Frambjóðendur í prófkjörum eru að stíga í vænginn við kjósendur, þar á meðal Sturla. Sumir eru að hnýta í Sturlu vegna þess að hann skrifar ekki nægilega skýra rithönd og stafsetningu. Því er til að svara að Kúbverska þjóðin var hvorki læs né skrifandi þegar hún gerði byltinguna á Kúbu undir stjórn Fidel Castrós. Það er meðal annars ástæðan fyrir því að Castró hélt þessar löngu ræður. Sumir hafa haldi að hann hafi haft svo gaman af því að tala. En markmiðið hjá honum var að upplýsa fólkið um stöðuna og þetta var ein af leiðunum til þess.
Ég vona bara að það meiðist enginn í þessum prófkjörum sem standa yfir. Og fólk komi óbrennt úr þeim.
Sturla vill 1.-2. sæti hjá Frjálslyndum í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 9.3.2009 | 17:56 | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 2
- Sl. sólarhring: 73
- Sl. viku: 977
- Frá upphafi: 574445
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 856
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skapríkir erum við íslendingar og ekki mikið fyrir eftirgjafir. Þó ætla ég að vona að fulltúi riddara malarnámunnar verði ekki með Sturlungatilþrif í kosningabaráttunni.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.3.2009 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.