Nógir peningar

Í æsku minni ólst ég upp með tveim eldri mönnum m.a. Annar þeirra hafði mest alla sína búskapartíð verið fátækur leiguliði. Hann átti marga syni. Eitt sinn var honum gert að yfirgefa ábúðarjörð sína, en náði að festa ábúð á nágrannajörðinni. Hann flutti sig þangað með sitt bú og basl. Eitt kvöld kom nýi nágrannabóndinn í heimsókn. Sat þá bóndi ásamt sonum sínum í kringum borð og voru allir í hvítum skyrtum og spiluðu póker. Nágrannabóndinn sletti í góm og spurði hissa;  Þið spilið bara póker? Já sagði bóndi drjúgur  með sig. Það eru til nógir peningar á Kárastöðum!!


mbl.is Ekki ákært vegna pókermóts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband