Landbúnaðarstefna í henglum

Aldarfjórungur er síðan búvörulög nr. 46 / 1985 voru sett. Tilgangur laganna var að draga úr framleiðslu og auka hagkvæmi í búvöruframleiðslu, þar sem afkastageta landbúnaðarins var meiri en markaðurinn tók við og erlendir markaðir gáfu ekki viðunandi verð.

Fyrir þennan tíma hafði landbúnaður verið í hægfara, en farsælli þróun. Hann hafði breyst úr sjálfþurftarbúskap í vel viðunandi hóflega  tæknivæddan atvinnuveg. Ríkisvaldið hafði lagt áherslu að að hvetja bændur til að rækta og byggja með jarðræktarframlögum. Bændur voru ekki svo mjög skuldugir og réðu við sínar aðstæður. Byggðin var ein lífkeðja samvinnu og samstarfs.

Með setningu búvörulaganna er hrundið á stað atburðarás þar sem grimmt er gengið fram í því að grisja sveitirnar og bændastéttina og stækka og stækka búin. Búið var til kerfi þar sem landbúnaðarkvóti verður sérstök ávísun á beingreiðslur, sem eru peningagreiðslur úr ríkissjóði miðað við framleiðslumagn. Bændur fá að kaupa framleiðslukvóta af stéttarbræðrum sínum og daglangt er því haldið fram að þetta hafi engin áhrif á endanlegt verð til neytenda. Þetta átti allt saman að horfa til bóta fyrir bændastéttina og menn sögðu meira lífsrými fyrir þá sem eftir yrðu.

Nú er málum hins vegar þannig komið að bændur með stóru hagræðingarbúin er komnir með áður óþekkta skuldasöfnin að umfangi, vegna kvótakaup, fjárfestinga í vélum og byggingum. Þó á þessa skuldasöfnun hafi verið bent, hefur sú umræða ekki hlotið mikinn hljómgrunn. Nú allra síðustu mánuði hefur bændaforustan reynt að kenna háum vöxtum um slæma stöðu bænda og hækkun áburðarverðs. Glannalegar og ráðleysislegar fjárfestingar bænda eru undirrótin og svo sú hugmyndafræði að allt sé best sem stærst. Ef allt væri með felldu væri vaxtaþátturinn minni og skuldir viðráðanlegar. Þá er spurningin hvort afkastageta landbúnaðarins hafi aukist þvert á markmið Búvörulaganna? Nauðsynlegt er fyrir landbúnaðarráðherra að láta fara fram hlutlausa úttekt um hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis.  Ekki er hægt að ætla honum einum að hafa vit á þessum málum. Það þarf líka að gaumgæfa hvort sveitirnar séu sterkari nú, en fyrir setningu Búvörulaga.

Ekkert heildar landnýtingarskipulag (svæðaskipulag) er fyrir hendi varðandi landbúnað. Skógrækt er  plantað inn á milli sauðfjárjarða. Jarðir eru brytjaðar niður til að braska með landspildur. Sveitarfélög eru komin í óvissa stöðu varðandi að þjónusta frístundabyggðir þar sem fólk er farið að hafa heilsársbúsetu þar (skólaakstur, snjómokstur og þ.h.), sem ekki var kannski gert ráð fyrir í upphafi. Engu landbúnaðarlandi er haldið frá til varðveislu fyrir framtíðina. Forkaupsréttur sveitarfélaga að jarðnæði var afnumin en hann var hugsaður sem stjórntæki sveitarstjórna til að hafa áhrif á þróun sveitarfélags.

Ábúðarskylda jarðeigenda var afnumin, en hún gerði ungu fólki kleyft að hefja búskap á leigujörðum og gerast síðar sjálfseignarbændur. Í staðin eru auðmenn búnir að eignast jarðir og koma fljúgandi á þyrlum og láta mikið fara fyrir sér. Þeir hafa spennt verð á bújörðum í himinhæðir. Það er gott segir, fyrr, fyrr, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, en ég segi að það sé slæmt fyrir landbúnaðinn og frumbýlinga. Á krepputímum þarf fólk jarðnæði.

Bændaskólarnir eru reknir með skuldahala en hafa gert margt gott í menntunarmálum og menntun er af hinu góða, en ýmsir draga í efa þörf þjóðarinnar fyrir þessa tegund af menntun við núverandi þjóðfélagsaðstæður. Stoðkerfi og leiðbeiningaþjónusta landbúnaðarins hefur bólgnað út á sama tíma og bændum fækkar. Þrátt fyrir það er brotalöm í eftirlitskerfi varðandi landbúnað svo sem brunavarnir og áhættumat,  eins og dæmin sanna. Þó hefur verið reynt að fitja upp á nýjungum í sveitum svo sem ferðaþjónustu og ýmsu, ekki má vanmeta það. En drifkraftur landbúnaðarhagkerfisins getur ekki endalaust verið greiðslur úr ríkissjóði og auknar lántökur.


mbl.is 2,5 milljónir fyrir áburð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband