Þjóðlendulögin hafa verið gagnrýnd af nokkrum landeigendum sem krefjast breytinga á þeim. Ekkert tilefni er til þess nú mitt í úrskurðarferli um mörk eignarlanda og þjóðlendna. Það væri eins og markaskránni væri breytt í miðjum réttum þegar ætti að fara að töfludraga.
Setja þarf reglugerð um notkun og nýtingu þjóðlendna. Fram þarf að fara úttekt á hverri þjóðlendu og skrá gögn hennar og gæði, s.s. gróðurfar til að meta hvernig viðskilnaðurinn er við gróðurfar þegar þjóðlenda verður til. Það yrði svona Landnáma önnur útgáfa. Mikilvægt er einnig að kortleggja þær með GPS punktum og gefa hverri þjóðlendu nafn, svo almenningur átti sig á staðháttum og hafi tilfinningu fyrir landsvæðinu.
Vilji forsætisráðuneytið friða þjóðlendu fyrir beit búfjár, þá verður það að semja við viðkomandi bændur um að afsala sér beitarréttinum, tímabundið eða alfarið, væntanlega gegn bótum. Takist það ekki er hægt að taka réttindin eignarnámi. Við fyrstu sýn er þó skynsamlegt að krefjast ítölu í þjóðlendu ef gróður þar er á undanhaldi við yfirtöku. Ítala gæti jafnvel skilað niðurstöðu um að engin beit væri heimil í þjóðlendu og þar af leiðandi þyrfti engar bætur að greiða.
Ég tel óskynsamlegt að ljá máls á því að veita afslátt af þjóðlendulögum. Aftur á móti er það mín skoðun að bændur ættu ekki að þurfi að bera halla af málarekstri. Þá vil ég vekja athygli á að þinglýsing ein og sér ákvarðar ekki um eignarrétt. Heldur skjölin sem að baki henni standa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 24.2.2009 | 22:59 (breytt 4.6.2011 kl. 14:20) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 353
- Sl. sólarhring: 365
- Sl. viku: 503
- Frá upphafi: 573821
Annað
- Innlit í dag: 329
- Innlit sl. viku: 447
- Gestir í dag: 319
- IP-tölur í dag: 312
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einu sinni bóndi ávalt bóndi, og það í hjarta þínu..Steini minn..
Sigríður B Svavarsdóttir, 24.2.2009 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.