Á landnámsöld helguðum við Íslendingar okkur landið. Á þeim tíma giltu ákveðnar reglur hvernig menn helguðu sér land til búsetu í byggð og þannig urðu til landamerki bújarða. Reglur um helgun lands til eignar utan hins hefðbundna byggðamynsturs, sem þróaðist voru aldrei settar eftir því sem best er vitað, svo sem um heiðar, almenninga og öræfi. Sú venja skapaðist snemma að bændur ráku fé til heiða til beitar. Þessi lönd voru kölluð ýmist víðlend heimalönd, afréttir eða almenningar.
Með dómi Hæstaréttar frá 28. desember 1981 í máli nr. 199/1978 varðandi Landmannaafrétt, þar sem ríkisvaldið krafðist viðurkenningar á eignarrétti á landi og landsnytjum, var komist að þeirri niðurstöðu að enginn ætti landið en bændur ættu óskoraðan beitarrétt á þessum afrétti og kallast það afréttarnot. Það má segja að Hæstiréttur hafi með dómi þessum kallað eftir lagasetningu um eignarhald á afréttum og almenningum eða eins og segir í dómnum: "Hinsvegar verður að telja, að handhafar ríkisvalds, sem til þess eru bærir, geti í skjóli valdheimilda sinna sett reglur um meðferð og nýtingu landssvæðis þess sem hér er um að ræða."
Í framhaldi af þessum dómi varð mikil umræða varðandi eignarréttindi á Íslandi. Upp úr þeirri umræðu eru lög nr. 58/1998 um þjóðlendur sett. Í þeim er þjóðlenda skilgreind sem landsvæði utan eignarlanda sem íslenska ríkið á þó einstaklingar eða lögaðilar eigi þar takmörkuð réttindi. Á okkar tímum er verið að úrskurða um hvar mörk eignarlanda og þjóðlendna liggja. Þegar því er lokið mætti í raun halda því fram að landnámi sé lokið.
Græðgivæðingin og þjóðlendumál eru ekki skyld mál, nema að því marki að landeigendur eru að reyna að sölsa undir sig hálendið og ýmsar auðlindir svo sem fallorku og jarðvarma sem óvissa ríkir um eignarhald á. Fjármálaráðherra er einungis að fara að lögum varðandi þjóðlendumál sem honum ber skylda til. Því er algerlega vísað á bug að ríkisvaldið hafi ráðist á eignaréttinn eins og sagt er í fréttinni. Landeigendur hafa farið fram með ofstopa nú upp á síðkastið í þjóðlendumálunum. Það eru dómstólar sem endanlega skera úr þessum málum og við það verða allir að una. Bæði landlausir og landeigendur.
Í sárum eftir átök við ríkið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 24.2.2009 | 19:56 (breytt 24.2.2024 kl. 16:32) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 324
- Sl. sólarhring: 370
- Sl. viku: 474
- Frá upphafi: 573792
Annað
- Innlit í dag: 301
- Innlit sl. viku: 419
- Gestir í dag: 292
- IP-tölur í dag: 286
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sá hvati sem liggur að baki þessum dæmalausu þjóðlendumálum er að koma því í kring að Landsvirkjun fái frjálsar hendur að virkja á hálendinu. Með því að sölsa eignarréttindin frá bændum, sveitarfélögum og öðrum aðilum, þarf Landsvirkjun ekki að greiða nema lágmarksbætur, þ.e. fyrir afnám óbeinna eignaréttinda eins og beitarafnot, berjatínslu, veiði og þ.h. Svona einhliða aðgerðir á hendur eigendum eiga sér engar hliðstæður í veröldinni nema ef vera skyldi í Austur Evrópu á dögum kommúnismans.
Kannski við sitjum uppi með afdrifaríkari afleiðingar frjálshyggju og gróðafíknar en sjálfur kommúnisminn,hvað landsréttindi viðvíkur.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 24.2.2009 kl. 21:20
Uppspretta Landmannaafréttardómsins var vikurnám og svo undirliggjandi ágreiningur um vatnsréttindi, ef ég fer rétt með.
Landsvirkjun hefur veitt birtu og il í bæinn og skapar verðmæti. Flestar virkjanir falla vel í landslagið og Landsvirkjun hefur lagt kapp á að sá í örfoka land og hefta uppblástur.
Menn láta ekki sölsa neytt frá sér. Og menn geta ekki krafist bót fyrir það sem menn eiga ekki. En það mun vera rétt að öllu eru takmörk sett og vissulega þarf að fara með gát í virkjanamálum. Það þarf líka að horfa til ýmissa annarra nota á landi svo sem ferðamennsku og útiveru almennings og þar koma þjóðlendurnar til skjalanna.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.2.2009 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.