Kominn úr veikindaleyfi

Geir H. Haarde er kominn til starfa sem þingmaður Reykvíkinga eftir stutt veikindafrí.

Það er ástæða til að óska honum góðs bata. Hann hefur verið forsætisráðherra við mjög óvenjulegar  og erfiðar aðstæður í sögu þjóðarinnar. Hann hefur staðið sig vel sem manneskja á þessum erfiða tíma. Um pólitíkina eru hinsvegar deildar meiningar.

Hann taldi að svipur þingsins hefði breyst og nú sætu þeir prúðir Steingrímur og Ögmundur í sætum sínum. Síðan ræddi hann um mannaskipti og varaði við hreinsunum í kerfinu.

Aðalatriðið er lögum um Seðlabankann verður væntanlega breytt og störf bankastjóranna lögð niður. Það var náttúrlega bara kurteisi af Jóhönnu að bjóða bankastjórunum að hætta í friði svo að þeir yrðu ekki fyrir aðkasti, en þeir ákváðu að taka slaginn og eiga sinn lögvarða rétt eins og aðrir opinberir starfsmenn.


mbl.is Geir óttast um bankaráðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Davíð veit greinilega ekki hvenær hans tími er liðinn.

Ágústa Björg (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 14:21

2 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Blessaður og sæll.

Gaman að sjá þig komin með bloggsíðu.  Ég hef reyndar verið löt að blogga að undanförnu, er komin á Facebook eins og svo margir fleiri.. En ég mun fylgjast með skrifum þínum og comentera þegar ég hef tíma.  Er svolítið upptekin þessa dagana, en það lagast. 

Skilaðu kærri kveðju í bæinn þinn..

Sigríður B Svavarsdóttir, 10.2.2009 kl. 18:11

3 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Ps. Traktorin nýtur sín vel á síðunni þinni.  Áttir þú hann sjálfur?

Sigríður B Svavarsdóttir, 10.2.2009 kl. 18:14

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ágústa, ég á eftir að koma með hugmyndir um til hvers á að nota Seðlabankann þegar tími Davíðs er liðinn.

Sigríður, takk fyrir innlitið. Dráttarvélin er nýuppgerð og er svona menningarverðmæti  um liðna búnaðarsögu. Það voru þessar vélar sem skópu verðmætin um miðja síðustu öld ásamt togaranum sem ég er með á bloggsíðunni.

Nú virðist engin vita hvernig verðmæti verða til. Halda að það sé nóg að rangla með bréf milli banka. Þess vegna er komið sem komið er.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 10.2.2009 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband