Söngfólk, söngmenning og söngmenntun.
Þáttur í Ríkissjónvarpinu um afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna um daginn, var flottur og gaman að fylgjast með þessu glæsilega unga fólki. En það er bráðnauðsynlegt að fjalla soldið um mússik. Hér áður fyrr þegar einhver hóf söng, þá lærði fólk fljótt melódíuna og gat fólk fljótt farið að syngja lagið. T.d ef maður stóð niðri í Laugarnesfjöru og nýsköpunartogari sigldi á sundinu, þá söng maður hárri röddu "Það gefur á bátinn við Grænland". Þetta lag kunni hver maður í landinu eftir að hafa lært það í útvarpinu. Eins var það með lagið "Nú andar suðrið sælum vindum þýðum". Ástin á söngnum umvafði sálina og skóp vellíðan og að þessi þjóð væri alvöru þjóð með söng og tónlist. En nú er sýnu erfiðara að læra það sem borið er fram í tónlistargeiranum. Sjálfur get ég bara alls ekki lært nokkurn skapaðan hlut að meðaltali.
En þar með er ég ekki að segja að söngurinn sé ómögulegur. Maður finnur að þetta er gild mússik og allir sem að henni koma eru lærðir í söngskólum landsins og fara vel með allt prógrammið. Það var þarna ræðumaður undir það síðasta í dagskránni, sem benti einmitt á þátt tónlistarskólanna. Það ætti að vera námsgrein í barnaskólum að læra að lesa nótur eins og að læra að lesa.
---------------------------------------------------
Þegar þjóðin var að verða til, átti hún engin hljóðfæri og ef það þurfti að flytja lag varð þjóðin að treysta á sjálfa sig til að syngja lagið.
Þegar verið var að meika lag þá varð hún að treysta á sjálfa sig og flytja efnið og seinna eftir að Kaninn kom var hægt að blístra lögin, fólk lærði það.
Það þurfti að syngja við útfarir, messur og skírn og á samkomum, t.d. þorrablótum og hjónaböllum. Ekki var gaman að söng þegar fólk hittir ekki á réttan tón. En þá komu forsöngvararnir til sögunnar. Þar voru á ferðinni lagvissir menn með fallega rödd og björguðu málunum.
Á heiðum sungu gangnamenn hver með sínu nefi, en yfirleitt var það vandaður söngur, oftast raddaður og þótti lélegt að kunna ekki textann. Þessu var gert góð skil í myndinni 79 af stöðinni, þar sem sveitadrengurinn, sem gerist leigubílstjóri í Reykjavík, verður vinsæll í réttum, þar sem hann kom með söngvatnið.
Karlakórar mynduðust í sveitum landsins og urðu til með ýmsu móti. Eitt sinn sungu bændur í Bólstaðarhlíðarhreppi ákaflega laglega fram við Galtará á þeim slóðum sem Jónas greiddi stúlkunni lokka við Galtará og ákváðu að stofna karlakór þegar þeir kæmu til byggða. Þeir létu verða af því og til varð Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Með stuðningi bænda í Svínavatnshreppi og víðar í héraðinu, lifir þessi kór enn og tók þátt í eina tíð í söngmótum, sem voru kölluð Heklumót norðlenskra karlakóra. Karlakórinn tók þátt í kóramóti sem háð var í sjónvarpinu og vann keppnina. Það var bragur að því.
------------------------------------------------------
Magnús, forsöngvari, Guðmundsson
En snúum okkur að Magnúsi Guðmundssyni. Hann fæddist að Kaldbak í Kaldraneshreppi, f. 16.sept. 1869, d. 3.jan. 1959 á Ísafirði, verkamaður, forsöngvari og góður vefari á Folafæti, síðar trésmiður og vélaviðgerðarmaður á Ísafirði.
Kona l, 25.okt. 1892, Júlíana Þorvaldsdóttir, f. 15.sept. 1874 á Fæti, d. 31.maí 1974. For.: Þorvaldur Þorsteinsson, bóndi á Fæti, Súðavíkurhreppi, f. 1.nóv, 1841, í Múla í Ísafirði, d. 2.sept. 1884 og k.h. Matthildur Helgadóttir, f. 27.júlí 1834 á Fæti, d. 25.ágúst 1901.
Börn þeirra a) Sophus Salómon, f. 19.okt. 1893, lengi vinnumaður hjá Matthíasi í Kaldraðanesi b) Þorvaldur Matthías, f. 19.ágúst 1895, síðast bátsmaður á Ingólfi Arnarsyni c) Óskar, f. 31.des 1896, skipstjóri (formaður) og útgerðarmaður, fórst með vélbátnum Snæbirni frá Súðavík. Öll áhöfnin fórst d) Hildur(fædd Guðmunda), f. 24.mars 1900 e) Kristveig, f. 4.apríl 1903 f) Júlíana,f. 14.maí 1904.
Kona 2 (skildu), 18.nóv 1907, Karítas Skarphéðinsdóttir f. 20.jan. 1890 í Æðey, Snæfjallaströnd, d. 29.des 1972, verkakona og baráttukona á Ísafirði, síðar í Reykjavík og nágrenni. For.: Skarphéðinn Hinrik Elíasson, bóndi á Laugabóli, Ögurhreppi, f. 11.júlí 1861 í Vigur, d. 1.maí 1947 og k.h. Petrína Ásgeirsdóttir f. 3.des 1864 á Látrum í Mjóafirði, d. 9.nóv. 1890.
Börn þeirra g) Svanberg, f. 9.jan 1909, skipstjórnarmaður, rak um tíma trilluna Rúnu með mági sínum h) Petrína Sigríður, f. 5.okt 1910 i) Þorsteinn,f. 13.apríl 1913, skipstjóri á línuveiðaranum Pétursey frá Ísafirði, sem skotinn var niður af kafbáti Þjóðverja og fórst Þorsteinn þar með áhöfn sinni j) Aðalheiður, f. 3.okt 1915, húsfreyja í Reykjavík og Grindavík k) Guðmundur, f. 3.júlí 1917 l) Anna, f. 3.júlí 1917 m) Halldóra, 24.júní 1918 n) Skarphéðinn, f. 16.feb 1921, skipstjóri o) Einar, f. 4.júlí 1924, verkamaður og sjómaður, háseti á Max Pemberton sem sökk við Ísland en Einar var í fríi, vinnumaður um skeið á Söndum í Miðfirði og lausamaður þar um slóðir, þekktur munnhörpu leikari í sínu umhverfi p) Pálína, f. 25.júní 1926, öryrki (að eigin sögn) og tók saman Pálsætt á Ströndum í samvinnu við Ættfræðistofnun Þorsteins Jónssonar.
Heimild Pálsætt á Ströndum 3 bindi.
-------------------------------------------------------
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 17.3.2024 | 17:29 (breytt 22.3.2024 kl. 19:42) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 277
- Sl. sólarhring: 339
- Sl. viku: 427
- Frá upphafi: 573745
Annað
- Innlit í dag: 262
- Innlit sl. viku: 380
- Gestir í dag: 255
- IP-tölur í dag: 250
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.