Ég hef fylgst með umræðum um um alla atburðarrás í Grindavík.
Mér sýnist að komið sé upp samkomulag um að ríkið ætli að styðja Grindvíkinga og það er gott. Ef það gerist ekki með sæmilegri reisn af hálfu ríkisins, má búast við að Grindvíkingar grípi til sérframboðs á einhverjum tímapunkti. Málið er ofur viðkvæmt. Jafnvel hundar urra sé það nefnt í návist þeirra.
Komið hefur fram að hugmynd ríkisins sé að nálgast málið á þann veg að eigendur fasteigna nái að fá eigið fé greitt til sín, en ríkið beri ábyrgð á skuldum og áföllnum gjöldum væntanlega.
Ummæli Þorgeirs Hávarðssonar eru fræg þegar hann var einhversstða á mótsstað og hjó mann og var spurður af hverju hann hefði hoggið? Nú hann lá svo vel við höggi, en það þurfti bara að láta sverðir detta á hálsinn. Við skulum vona að fjármálaráðherra og hans félagar lendi aldrei í þeirri stöðu sem þeir gætu lent í við að fixa þessi mál.
Það er svolítill miskilningur í gangi hjá sumum ráðamönnum að þetta kalli á mikil útgjöld af hendi ríkisins.
Ef ríkið tekur við áhvílandi skuldum þá færast þær skuldir á ríkið í einhverju formi, þannig að að þarf ekki að svo komnu málið að útvega ríkisjóði strax nýtt fjármagn. Svo þróast þetta skuldamál eins og meðhöndlun á skuldum er. Skuldirnar vera áfram á eignunum og lúta þeirri stjórn um greiðslur sem skuldabréfin kveða á um sé ekki samið um annað. Þannig skil ég málið,að fjármálaráðherra þarf ekkert að vorkenna ríkisjóði, eða kalla eftir enhverjum skatti. Þessu verður mjatlað inn á fjárlög hverju sinni eins og skuldabréfin kveða um. Mér sýnist að fjármálaráðherra standi sig vel í þessu máli. Held að óhætt sé að segja það.
Það verður að fylgjast vel með þeim sem möndla með þessi mál í stjórnkerfinu, því að þar geta ýmsir hlutir gerst og hef ég reynslu af því að standa í samningum við ríkið þar sem brotið hafði verið á mér að mati góðra lögfræðinga. Svo þegar ég fer að kalla eftir samningunum, þá var búið að rita þá, en verðið á eigninni sem dómkvaddir matsmenn voru búnir að skrifa upp á og samkomulag var komið á að minni hálfu og ráherra að þá var búið að lækka upphæðina sem samkomulag var komið um.
Svo að lokum til ítrekunar að þá er alveg ástæðulaust fyrir stjórnmálmenn að vera að masa um að þessa Grindavíkurgjörð eigi að hafa einhver áhrif að aðkomu ríkisins að gerð kjarasamninga nú um stundir eins og heyrst hefur í hornum. Það er allt önnur Ella og er ég hræddur um að Sólveig Anna formaður Eflingar verð ekki kát með villuskref á þeim vettvangi.
Kompásinn er á þessum málum og radarinn snýst og snýst, Það er lóðið.
Matið gerir ráð fyrir 25 milljarða tjóni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 24.1.2024 | 17:20 (breytt kl. 20:11) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 12
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 77
- Frá upphafi: 566933
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.