Ég ók Kjalveg fyrir nokkrum árum. Hann var hryllingur frá bundna slitlaginu fyrir neðan Bláfellháls og langleiðina að Seyðisá. Ég hélt að ég kæmi með bílinn í skrúfuboxi til byggða og hurðir og bretti á reiðinghestum. Sá upp ýttri möl við Hvítá nálægt Hvítárvatn, sem sem hefur átt að nota í sem ofaníburð og laga veginn að sunnanverðu. Tók ekki eftir hvort efnið var unnið. Stundum þíðir ekkert að nota ármöl úr jökulám sem ofaníburð nema ef um mýrar er að ræða Það er lítill bindingur á slíku efni. Húnavallaleiðin er sett um flóa og mýrar í Reykja og Orrastaðalandi alveg botnlausar mýrar og nú eru Íslendingar búnir að læra að leggja vegi, sem sést á vegagerð milli Hveragerðis og Selfoss. Vegi þarf að að setja á fast. Venjan hefur verið sú hjá okkur að grafa skurði sitthvoru meginn við fyrirhugað vegstæði ýta ruðningunum út og sáldra svo yfir með malarlagi. Svona hefur vegagerð þróast allan lýðveldistímann. Orsökinn er fjármagsskortur og fátækt, en sterkur vilji til að koma vegum áleiðis til allra eða flestra þéttbýlisstaða. Nú er að verða móðins að stytta leiðir og fara með veginn jafnvel framhjá þéttbýli. Svo er reiknað og reiknað hver ábatinn er hver styttingin er og marfaldað og reikna og sagt þetta er hagkvæmnin en aldrei gerð grein fyrir útkomunni og hún sýnd í tölum. Það þarf brú á Blöndu hjá Fagranesi eitthvað kostar hún og ekki gengur að fækka einbreiðum brúm en gaufað í tiltölulega óþörfum verkefnu sem eru ekki sérstakalega brýn. Þá eru komnar 3 brýr á Blöndu í byggð. Blöndubrú fremri er að skemmast vegna viðhaldsleysi. Það gerist þannig að sprungur koma í turnan vatn sest í sprungurnar og frýs þar og heldur áfram að minnka burðargetu brúarinnar ( hengibrú ). Vissulega er það hagur að geta farið aðra leið en Langadalin ytri, þar sem oft er vont skyggni í norðanhríð. Það rétt sem sagt er, Svínvetnigabraut dekkar þetta atriði því það er hægara veður á Svínvetningabraut um Blöndudalsmynni.
Er ekki hægt að halda Kjalvegi við svo hann verði sæmilega akfær góðan hluta ársins? Væri það ekki best fyrir Akureyringa? Laga Svínvetningabraut og gera við múrskemmdir á Blöndubrú 70ára og mála hana og gera hana sæmilega upp. Sandblása járnbita og laga rekkverk og dytta að? Það er allt í lagi að nota fé í viðhald heldur en vera kíkja á einhverja spotta hér og þar sem skipta ekki verulega máli. Það er rétt sem menn segja, að þjóðvegur 1 er megin leið og sem betur fer í sæmilegu ástandi sá hluti sem nú á að leggja til hliðar og nota minna sem tengingu milli þorpa og þéðttbýlis. Það væri gaman ef Kjalvegur yrði ögn skárri og þá er ekki verið að tala um uppbyggðan veg nema einstaka drag. Tiltölulega ódýrt að laga veginn við Bláfellsháls. Efni á staðnum og 1 - 2 jarðýtur að ýta upp vegi.
Ég minni á að Svínhreppingar lögðu Kjalveg frá afréttargirðingu og framm að Hveravöllu nærri því, ((og þar hefur veri meira lagt í vegna Blönduvirkjunar (bætur)) með jarðýtuhorni sem Búnaðarfélag Svínavatns átti og þar var Már Pétursson ýtustjóri. Þeir sem stikuð leiðina og voru með þetta allt í höfðinu voru Steingrímur Davíðsson skólastjóri og vegamálaséní á Blönduósi og Sigurjón gangnastjóri á Auðkúluheiði, bóndi á Rútsstöðum og Þormóður Pétursson búfræðingur og vegavinnuverkstjóri á Blönduósi, sem þekktu vel til. Það er heillandi að rifja svona upp og bera það saman við samtíman og hvernig hann virkar og ekki hikað við að skera góðar bújarðir í tvennt sem er ekki brýn nauðsyn að mínu mati.
Höfundur þekkir mjög vel, leiðir, veður og snjóalög í Austur-Húnavatnssýslu þeirri gömlu, nú Húnabygg.
Þessi texti kom fyrst fram áfacebooksíðu Péturs Arnars Péturssonar. en var svo endurritaður og birtur á bloggi Þorsteins H.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 4.8.2023 | 08:05 (breytt 18.9.2024 kl. 22:38) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 274
- Sl. sólarhring: 407
- Sl. viku: 1075
- Frá upphafi: 570372
Annað
- Innlit í dag: 262
- Innlit sl. viku: 976
- Gestir í dag: 258
- IP-tölur í dag: 255
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hagkvæmasta vegagerð á Íslandi er Húnavallaleið sem styttir Þjóðveg nr.eitt um 14 kílómetra. Núverandi Svínvetningabraut er krókótt, brúin við Löngumýri er of sunnarlega, og á kafla liggur Svínvetningabraut upp í næstum 300 metra hæð yfir sjó.
Ómar Ragnarsson, 4.8.2023 kl. 21:28
Vegakerfi sem á að sniðganga er prýðilegt, nema illviðri í norðurhluta Langadal, það væri hægta bæta það svolítið með því að breykka veginn og hafa stikur fleiri og uppi standandi og hafa stæði fyrir stórar bíla til hvíldar. Það er rétt hjá Ómari að Svínvetningabraut er krókótt , svo er hún tæplega hæf fyrir þungaflutninga. Þröng og með lítin burð. Það sem stuðar mig mest er hvað er mikill vilja að reiða fjármagn fyrir 14 mínútur. Mér finnst það heimska þegar viðhaldsverki blasa allstaðar við. Þá er á það að það líta þarf að brúa á fleiri stöðum en við Fagranes. það þarf að brúa Giljá og fremri Laxá við Hamrakot 3 brýr til að komast í þá stöðu að spara sér 14 mínútur. Þetta er að verða eins í gamladaga á Kárastöðum. Þá þurfti Eyþór Guðmundsson að yfirgefa Ása og flytja niður að Kárastöðum. Þeir fóru að spila á Kárastöðu og voru 6 eða 7 synir Eyþórs. Þeir spila og spila og græða og græða. Svo kemur nýi bóndin á Ásum Ingvar Ágústson var sérstakur eins og vill við brenna á þessum slóðum, hann gengur til baðstofu, þar situr Eyþór með syni sína allir í hvítum skyrtum. Ingvar segir og slettir í góm, ,,Bara verið að spila upp á peninga, Eyþór var fátækur leiguliði, en ´átti þennan væna hóp af strákum. ,, Þá segir Eyþór hátt og snjallt, nógir peningar á Kárastöðum. Eins er það með Húnavallaleið um Ása, nógir peningar til að borga 3 brýr á þeirri leið ´þó hægt gangi að breikka einbreiðar brýr í landinu sannkallaðar dauðagildrunr. Svo er það landi sem fer undir vegi það er oft mikið, en ver gengur að heimta það til jarðanna þegar vegir eru aflagðir. Það er meiriháttar mál. Hef dæmi um það í Laugardal Árness. Í þessu tilfelli er ekki um það að ræða.
Fréttir:
Vinur minn Kristján í Stóradal er duglegur bóndi og smiður og hefur alið syni sína upp á þeim nótum. Nú er hann búin að reisa sér hús í landi Stóradals. Synir hans eru á gæða jörðum allt í kring um Stjána, Svínavatni í N Ytri-Löngumýri í S og Stóridalur í SA. Svo Kristján taki réttan kúrs þegar hann fer að heiman þá, á vantar hringtorg þarna með merkingum. Væri gott ef einhverjir peningar verða efti af Húnavllaleið lokinni að koma við í Sléttárdal og hitta Stjána og setja hringtorg.
Þá er að athuga slysatíðnina sagt að það komi í veg fyrir 11 slys við beytinguna. Nú er ég ekki með nokkur gögn um slýsatíðni á vegi 1 frá Húnavallaaflegjara við þjóððveg 1 og til Fagranes og væri fróðlegt að fá tölur þar um. Eða er þetta eitthvað meðaltal á þjóðvegi 1? lítð heyrt um slys þarna.
Um Sólheimaháls á Svínvetnigabraur þá man ég sjaldan að það hafi stoppað mig snjóþyngsli á því svæði.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 5.8.2023 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.