Hlýnun jarðar. Þögn um áhrif jarðaefnaeldsneytis. Raddir vorsins þagna Bók

Í gær var frétt á RÚV um að vísindamenn olíurisans ExxonMobil hafi spáð fyrir um áhrif jarðefnaeldsneytis á loftslagið þegar á áttunda áratug síðustu aldar. Þetta kemur fram í rannsókn sem birt er í nýjasta hefti vísindaritsins Science. Fyrirtækið hafi svo eytt næstu áratugum í að þræta gegn þessum sömu niðurstöðum. Fregnir af því að fyrirtækið hafi lengi vitað af áhrifunum voru fyrst birtar í Inside Climate News og Los Angeles Times árið 2015.

Í bókinni Raddir vorsins þagna er mikið efni sett fram á hvað leið mannkyni er. Það er Rómarhópurinn sem kom þessum umræðum á stað. Þar var mikið sagt frá hvenær hvað þryti t.d. málmar og þess háttar, allskonar spár um fjölgun mannkyns og vangaveltur um hvernig mannkynið ætlaði sér að lifa af. Þar er talað um súrt regn og áhrif þess á skóga og plöntur. Þetta er áhrifamikil bók til yfirlestrar og maður var satt að segja daufur eftir lesturinn.

Í bókinni er mikið skrifað um súrt regn og talin mikil vá fyrir dyrum. Ég ók um Svíþjóð árin 1913- 1915 þar sem er gott skóglendi. Þar minnist ég ekki að hafa séð þessar fyrirsjáanlegu skemmdir á skóglendi. Það var mikill gróska í þroska og vexti skógarins laufkrónan þétt og dökk græn. Tré á skógarsvæðinu virtust ekki vera að komast á vonarvöl. Mjög svipað ástand var á skógi í Noregi og Englandi. Þannig að þar virtist ekkert súrt regn vera.

Dr.Hrönn Egilsdóttir sem vinnur hjá Hafrannsóknarstofnun hefur bent á að sjórinn kringum Ísland sé að súrna svo að vaxtarumhverfi skeldýra , t.d. rækju og humar sé í hættu en veiði á þeim tegundum hefur verið að dragast saman. Hún hélt fyrirlestur vestur í Nauthólsvík, í geymsluskúr undir búnaði kajakræðara, og gerði grein fyrir rannsóknum sínum. Hún skýrði allt vel út með myndum og glærum. Súrt regn hefði mengað sjóinn Mælingar á ph gildi sjávar hafi sannað það.  

Í ræðulok bauð hún að menn gætu komið með stutt innlegg og spurningar úr sætum sínum. Einn áheyrandi tók til máls og lýsti áhyggjum sínum yfir ástandinu og lagði spurningar fyrir frummælanda, sem hann svaraði. Þegar hann hafði lokið máli sínu skaust náungi fram,og hóf að hrópa: ,, Afneitunarsinni, afneitunarsinni ´´ og var með læti og urðu fundarboðendur að stoppa hann. Ég hafði ætlað mér að vera með innlegg og spurningar, en það  urðu vomur  á mér við þetta uppþot á fundinum en stóð svo samt upp úr sæti mínu og talað um súrt regn eins og getið er um í Raddir vorsins þagna. Reifaði málið eins og gert er hér að ofan og spurði hvers vegna ekki virtust vera komin fram einkenni um súrt regn í skógi en sagði jafnframt að þessar athuganir mínar væru engar vísindalegar rannsóknir.

Dr.Hrönn brást við þessu máli mínu, og kom jafnframt fram með lykil sjónarmið varðandi öll þau mál sem mannkynið væri að fást við vegna í loftslagsmála og benti á að það þyrfti að vinna í málunum og sagði að t.d. hefði mengandi verksmiðjum verið lokað og aðrar víðtækar ráðstafanir voru gerðar til að draga úr mengandi útblæstri frá iðnaði, hreinsibúnaður bættur og þess háttar aðgerðir. Þessar ráðstafanir hefðu gert það að verkum að reykspúandi mengun hafi minnkað eða jafnvel alveg horfið. Svona þarf að vinna málin. Koma í veg fyrir að súrt regn myndist

Heimild:Vikipedia

Rachel Carson (27. maí 1907 14. apríl 1964) var bandarískur dýrafræðingur og sjávarlíffræðingur. Frægasta rit hennar, Raddir vorsins þagna (1962), markar upphafið á umhverfishreyfingunni. Bókin hafði gríðarleg áhrif í Bandaríkjunum þar sem hún leiddi til stefnubreytingar varðandi notkun skordýraeiturs, einkum DDT


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Bókin Raddir vorsins þagna er sennilega er stærsta skemmdarverkið sem framið hefur verið á lífskjörum venjulegs en sérstaklega fátæks fólks.

Geir Ágústsson, 14.1.2023 kl. 18:41

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Raddir vorsins þagna.

Ekki er hægt að fallast á þetta innlegg hjá þér Geir. Það er dýrt að vera fátækur og enn verra ef ekkert öryggisnet tekur við fólki þegar það er rekið upp úr kolanámum sem menga,  að þurfa loka kolanámum vegna opinberunar íhlutunar og almannaheilla og fái ekki að halda áfram að græða á kostnað náttúrunnar. Varla vilja vinir og kunningjar fara niður í námurnar að hjálp að höggva kol. Vinirnir vilja auðvitað koma í grill á kvöldin og drekka rauðvín með, eins og verið hefur, þó námueigandinn sé hættur að græða á daginn.

 Við getum tekið Pittsburgh sem var orðin skítug iðnaðarborg Bandaríkjunum Nú er hún búin að losa sig við allan skítinn og mengunina að mestu og þeir fóru í ferðaþjónustu og efldu háskóla. Þar fær maður bestu nautasteikur í heimi sem bráðna upp í fólki.

Hef orðið  vitni að því þegar raddir vorsins þagna. Það var þegar allir vaðfuglar misstu kjörlendi sitt þegar farið var ræsa mýrar fram. Þeir hurfu og eyddust, en þá kom babb í bátinn mýrarnar fóru að gefa frá sér kolefni þegar lífræn efni fóru að rotna, þó hefur nú magnið verið minna en fyrst var talið vegna ónógra  rannsókna.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 15.1.2023 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband