Erum svolítið í sömu hugsun og þegar forfeður okkar fór að höggva skóginn.

Liggur ekki ljóst fyrir að þegar virkjanakostur er færður úr verndarflokki í biðflokk  þá er verið að fikta í röðinni í einhverju pólitískum tilgangi.Velja sauðagötuna eins og maður segir.

Nú er sagt að það vanti orku vegna orkuskipta. Svo er sagt að víðernin séu svo verðmæt að útlendingar komi hingað til að skoða þau. Þau séu þverrandi auðlind. Sem er hægt að draga í efa.

Auðvitað ættum við að auglýsa Reynisfjöru sem náttúrundur sem hún er og ef til vill að útskýra hverskonar náttúruundur hún er. Það er marbakkinn  sem eflir ölduna í þennan ógnarkraft sem verður fólki að fjörtjóni sem fær enga fræðslu um hvað er hér á ferðinni. Hvað er marbakki?

 Ég hef ekki kynnt mér hvaða náttúruverðmæti eru þarna á ferðinni  Skagafirði. Hef því enga skoðun á því. Uppgafst eins og gamal jálkur í Blöndudeilunni.

Öll þessi mál varðandi nýtingu náttúruauðlinda hafa haldið áfram síðan skógarhöggið hófst og lagðist af, vegna þess að skógurinn kláraðist.

Síldin hvarf, loðnan týnd, botnfiskur settur í kvóta, súrnun sjávar þannig að skeldýr ná ekki að byggja upp sína skel (humar t.d.) Engin getur svarað því hvaða afleiðingar það hefur að gelda jökulár á lífríkið, eilíft rex og pex um virkjanir. Flóamenn veittu jökulvatni á land sitt og það gerði lukku, sem ég skil ekki, þ.e.a.s. hélt að lítil frjósem væri í jökulvatni.

En svona er náttúran skrítin.


mbl.is Enginn möguleiki á umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Má ekki segja að það hafi verið pólítík á bakvið þá ákvörðun á sínum tíma að setja ýmsa kosti í verndunarflokk í stað biðflokks eða virkjanaflokks. Því þó svo að nefndin eigi að raða "faglega" þá eru nefndarmenn eins og annað fólk litað pólítík.  Í lögunum segir að nefndin eigi að taka mið af efnahagslegum-, félagslegum- og nátúrusjónarmiðum jöfnum höndum við mat sitt en ég held að það fari ekki á milli mála að náttúruverndarsjónarmið hafa verið ráðandi í flokkuninni.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 13.6.2022 kl. 09:29

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ok þetta er viturlega sagt tekið mið af 3 flokkum. Nú rekstrargrundvöllur sauðfjáræktarinnar er brostinn segja menn. Er þá nokkur not fyrir afréttir og hálendi?

Þorsteinn H. Gunnarsson, 13.6.2022 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband