Fylgdarskip handa ferjunni.

Er ekki hægt að nota gömlu varðskipin sem er verið að leggja og reyna að selja sem fylgdarskip ferjunnar, tímabundið, svona til að róa ástandið?

Ferjan er orðin gömul og þarf að setja upp áætlun hvað  hægt er að gera. Farþegar verða að geta treyst því að skipið strandi ekki á skeri. Nú er sumar og blíðviðri, þannig að það þarf ekki ala á ótta.

Hef aldrei heyrt talað um afdaladalla. Finnst mér ástæðulaust að draga fallega dali og gott dalafólk inn í þessa orðræðu, sem eitthvað sem sé lélegt.

Bendi vinsamlegast á að á mínum uppeldistöðum hefur menning verið stunduð mjög lengi. Þar var fyrsta hreppabúnaðarfélag stofnað ásamt Bólhlíðingum. Lestrarfélag var mjög snemma stofnað á þessum svæðum. Einn góður karlakór átti sína frumsprota fram á Eyvindastaðarheiði, við Galtará þar sem stelpan heillaði Jónas með fegurð sinni og hann fór að greiða henni.

Þegar bændur komu til byggða og haustslátrun var af staðin, stofnuðu þeir kórinn og hefur hann  starfað síðan og fengið verlaun og orðið númer 1. í kórakeppni sjónvarpsins, Karlakór Bólstaðarhlíaðrhrepps. Í dölum norður mætir fólki fallegum bændabýlum með duglega og útsjónarsama bændur og sveitafólk. Í Blöndudal efst er nýtísku raforkuver, allt mjög flott og frágangur á umhverfi eins og best verður á kosið og meira segja ein jörð tekin af Landsvirkjun undir skógrækt.

Margt er hægt að skrifa um þessa dali, sem fólk er að reyna í reiði sinni  að uppnefna og bera saman við skip sem ætti að vera búið að gera upp eða taka af skrá. Langa kafla um fornsögurnar okkar gömlu bókmenntir er hægt að skrifa og þar fram eftir götunum.


mbl.is Smíða þurfi nýtt skip í stað Baldurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband