Er ekki rétt og skilt að taka upp bannfæringu?

Mér finnst nú að kirkjunnarmenn mættu nú hafa sig meira í frammi en verið hefur.

Kristin trú er undirstaða að okkar þjóðskipulagi, en ég veit ekki hver staðan er í Laugarnesi þar er heiðið hof eða hörg eins og kallað er. Þar hefur ekki verið farið að lögum lengast af frá því að braggarnir hurfum. En það er svo sem fallegur svipur á fólkinu í Laugarnesinu. Svo þegar farið er að rexa eitthvað í þessu og rétta fram dýr lagaálit og sannfærandi um lögleysuna, þá muldra lögsögumenn á Ráðastöðu um hinn eða þennan sem dyrfist að skipta sér af þessu eða hinu. Hann hefur ekki lögvarða hagsmuni segja þeir. Sú lögskýring er grundvallar della, Fólki er boðið að gera athugasemdir við athafnir stjórnvalda, deiliskipulag margt sem snertir náttúru landsins. Það hafa nefnilega allir lögvarða hagsmuni að lög séu haldin.

Jafnvel þessa brottfararsendingu stjórnvalda á fólki sem eru guðsbörn.

Það er alveg rétt hjá prestinum í Laugarneskirkju. Stjórnvöld hafa migið á barna sáttmála Hinna Sameinu Þjóða. Það var einu sinni prestur Sigurður Haukur Guðjónsson sem fór með morgunbænir í útvarpin og spjallaði margt sem var ef til vill viðkvæmt fyrir ráðamenn. Það var þaggað niður í honum. Ég ætla vona að það verið ekki tekið upp að þagga niður í Davíð.

(Innskot) einhverju sinni var ég á Þingvöllum á fyrilestri Guðna Ágústsonar, og náði á einn foringja Ásatrúarmanna og fór að tala við hann um þetta hof í Laugarnesi og spurði hvort Ásatrúarmenn mundu safna liði ef hörgið yrði tekið niður. Við skiptum okkur ekkert af því sagði hann. Það hafa verið einhverjar athafnir þar svona upp á punt. Mér finnst gaman að hafa Ásatrúarfólk í landinu, það puntar upp á mannlífið þeir elska náttúruna og sólarlagið.

Það sem er að gerast núna í sambandi flóttafólk og það að ætla að fara reka það í burtu, finnst mér alger óhæfa. Það mætti hald að stjórnvöld hafi einhverja óbeit á þessu fólki. Þó ég sé ekki kunnugur fortíð þess fólks og stjórnvöld hafi eitthvað upp á fólkið að klag, þá verður þau að upplýsa þær ástæður.

Fólk sem er á netmiðlum færir það fram sem málsástæður að fyrst eigi að sjá um fátæklinga innanlands. Það er gild skoðun, en er þá ekki hægt að gera hvortveggja.

 

Það hálfgerður gemlingsháttur að skýla sér bak við einhver paragröf í lögum að það verði að fara að lögum í þessu máli.

Rétt er benda meirihluta á að Alþingi Íslendinga ræður yfir 2 stoðum ríkisins, löggjafarvaldinu og framkvæmdavaldinu svo þetta er allt saman á bæjarhlaðinu hjá þeim og ótugarlegt að tala svona. Það er alltaf hægt að breyta lögum ef meirihlutin endurspeglar við horf alþingismanna sem vilja breyta.

En snúum okkur að kristnidómnum:

Það er misjafnt hvað fólk lærir í fermingarundirbúningnum. En alltaf seitlar eitthvað inn í hugu og sál fermingarbarna.

Ef fólk man ekki neit þá geta margir farið með hina klassísku ritningargreininn ,, það sem þér vilt að aðrir menn gjöri yður, það skulið þér og þeim gjör og svo kunna allir  faðirvorið. Svo veit fólk að prestarnir eiga að gera eitthvað einhverntíman en það gerist sjaldan. Hérna  í Gamla daga  var krisnin tögtekin undir vopnaskaki á Þingvöllum. það var einn maður sem úrskurðia það og hafð legið undir feldi í sólarhring. Heiðnir menn fengu að halda að ýmsum sporslum svo sem að borða hrossakjöt bera út börn og blóta á laun allt í laumi eins og sakttsvikin núna og Panamaskjölinn og einnig innistæður erlendis.

Sem sagt kristnin er undirstaða og okkar samfélags, basta, lög og reglur eiga að grundvallast á Kristnidómnum. Það er ekki flóki og þarf ekkert að vera að þvæla um það meir.

Einstaka stjórnmálamenn hafa reyn í þykjustunni að herma eftir Þorgeiri til að upphefja sig og lagst undir feld, en skriðið fljótt undan honum telja sig hafa fundið einhverja speki við þá athöfn. Ættli það hafi ekki verið einhver klækjastjórnmál, hvernig hægt er að snúa á skattinn og gefa ráð í þeim efnu, eða fléttur í kvótakerfinu?

Það er nú víst á valdi Páfans í Róm að innleiða bannfæringuna, svo það getur ekki orðið að því nú um sinn.


mbl.is Vildi að Davíð léti staðar numið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband