Eru ekki allir álitsgjafar nú um stund? Mig langar að skýra frá sérstöku sjónarmiði sem var uppi eftir stríð. Þá flykktist fólkið á mölina og í þéttbýlið á höfuðborgarsvæðið. Framsóknarflokkurinn náði illa að eignast sómasamlegt fylgi á höfuðborgarsvæðinu. Einn og einn fulltrúi.
En um leið og þjóðin var búin að koma sér fyrir í þéttbýlið þráði hún sveitina og streymdi þanga aftur til að eignast landskika og bústða.
Þessari ást er lýst mjög vel í bókinni 79 af stöðinni eftir Indriða G.Þorsteinsson, þegar leigubílstjórinn Ragnar Sigurðsson fer í sveitina Hann tekur bensín í Fornahvammi og bensíntitturinn spyr hvert hann sé að fara? Norður segir Ragnar. Þá spyr bensíntitturinn hvort hann sé ekki þreyttur? Þetta var um nótt. Svarið, engin maður er þreytur á heimleið.
Um það leiti sem ákveðið var að gera vendingu í sveitum með setningu búvörulaga nr.46 1985 sem skóp kvótan, sá Steingrímur Hermannsson að hann þyrfti að drýfa sig í þéttbýlið til að efla fylgið í þéttbýli. Bóndi sem ég umgekkst á þessum tíma sagði mér að þetta væri dauði og djöfull fyrir sveitirnar en Framsók ætlaði að setja kvóta á og fara svo að daðra við fólk á mölinni. Fylgið mundi hrynja. Denni yfirgaf föðurleifð sína Strandasýslu og Norðurland Vestra og fór á Suðurnes sagði að flokkurinn mætti tapa 2 þingmönnum í dreifbýli, á móti að vinna 1 í þéttbýli
Eftir að þessi ákvörðun var komin, var ég á fundi sem Steingrímur hélt á Sögu þar sem hann gerði grein fyrir þessari ákvörðun og þeirri þróun sem þyrfti að eiga sér stað. Þetta var almennur stjórnmálafundur. Gunnar Guðbjartsson bóndi og formaður Stéttarsambands bænda á Hjarðarfelli var til búin í viðspyrnu og útskýrði hvað afleiðingar þetta gæti haft á bændastéttina en stefnunni var ekki breytt.
Nú elskar Framsókn fólk í bæ og borg og rífur sig upp í fylgi því nú voru réttu aðstæðurnar.
Ég þarf segja frá smá atviki sem sýnir hörkuna í bændakerfinu ef einhverju sem átti að breyta og ekki var gefið grænt ljós á og til hvers var gripið sem stendur nú í bók sem mér er ekki tiltæk við þessi skrif og er ekkert kjaftæði í mér, og ætlaði ég að skrifa þetta eftir minni en það er ótraust þannig að ég hætti bara núna og hef framhald á morgun í kommentakerfinu. Það er betra en að vera tekinn niður fyrir lýgi.Fæ bókina á morgun.
Framsókn til í borgarstjórastólinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 15.5.2022 | 19:13 (breytt 16.5.2022 kl. 14:10) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 573267
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hákon Sigurgrímsson
QFramhald á færslu um Framsókn farinn og kominn sett inn á kommentið.
Hægt er að lesa þetta efni úr bókinni Svo þú ert þessi Hákon, höfundu Hákon Sigurgrímsson bls. 250-255
Úrdráttur- endursögn úr bókinn, Svo þú ert þessi Hákon. Þar sem sagt er frá tilraun að reka Pál Pétursson af vettvangi fundar í Stéttarsambandi bænda úr átthagasal Hótel Sögu þar sem fundur stóð.
Megin endursögnin er á þessa leið: Búvörulög voru í vinnslu. Hinn 17. apríl 1985 var boðaður auka fulltrúafundur í Stéttarsambandi bænda. Fundarstaður Átthagasalur á hótel Sögu kl:9:00. Málefnið fjallað um frumvarp það um framleiðslu og sölu á búvörum sem verið hafði í vinnslu í ríkistjórn. Ingi Tryggvason setti fundinn og flutti ræðu, þar sem hann fjallaði um hin ýmsu dagskrármál fundarins, en vék síða að að frumvarp sem fyrir fundinum lá. Fyrir fram var búist við harðri umræðu. Almennum umræðum lauk um hádegi og var frumvarpin þá vísað til framleiðslunefndar undir formennsku Helga Jónassonar frá Grænavatni.
Fundurinn stóð sleitulaust fram að kvöldmatarhléi.
Eftir matarhlé var Hákoni Sigurgrímssyni framkvæmdastjóra Stéttarsambandsins gengið niður í fundarsal. Þar höfðu þeir Gunnar Guðbjartsson og Páll Pétursson alþingismaður króað Ingva Tryggvason af í einum básnum í Lækjarhvammi og voru að reyna að fá hann til að beita sér fyrir því að málinu yrði vísa frá. Ingi lét sig hverfa. Hákoni fannst ódrengilegt af Páli gagnvart samþingsmönnum sínu að vera að skipta sér af þessu. Það snöggfauk í Hákon og sagði hann Páli að hann ætti ekki að vera að skipta sér af þessu. Hann hefði ekkert þarna að gera.
Lýkur svo þessari endursögn.
Þetta er náttúrlega ofboðslegur yfirgangur og ókurteisi við bónda og alþingismann á alþingi Íslendinga í sínu húsnæði og þar sem hann var í vinnunni að mínu mati.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 16.5.2022 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.