Borgararnir verða að þola yfirvöldum að sinna sínu lögboðna hlutverki, þar með talin lögreglu og sérsveit svo framarlega sem þeir starfi innan valdheimilda sinna. Sérsveitin er kölluð á vettvang til athuga hvort hugsanlegur nýstrokinn hættulegur fangi, sé í Strætó. Sérsveitin getur ekki gert það öðruvísi en ganga úr skugga hvort téður maður sé inn í strætó. Bílstjórinn vitnar um að sérsveitarmenn hafi gengið um vettvang með varúð og af drenglyndi og væntanlega beðið við komandi um skilríki til að sanna hver hann er. Þá kemur í ljós að hann er líkur sjálfum sér og er hann sjálfur en ekki einhver annar sem grunur hefð verið upp. Málið búið á viðkomandi vettvangi, en leitin heldur áfram. Það er ekkert tilefni til að vera með einhver læti út af þessu. Þakka frekar fyrir að við höfum skjól af sérsveitinni, en þurfum ekki að sofa með rifilinn við rúmstokkinn. En tíðarandin bíður upp á læti og hamagang og allt er tortryggt sem gert er. Grettir Ásmundsson frægasti sakamaður á Íslandi frá Bjargi í Miðfirði, þurfti að leynast og reið um sveitir með stakk einn yfir sér og gat þannig komist leiðar sinnar, án tafa. En nú getur dæmið snúist við og aðstæðnana vegna er leitða í Strætó, vegna þessa að farþegi var líkur fanga sem gekk laus. Ég geri engar athugasemdir við þessa aðgerð. En þar sem við búum í yndislegu landi með lýðræði og frelsi, hefur Logi Petro Stefánsson fullan rétt á að gera athugasemd án þess að vera skotinn eða tekinn fastur. Svona virkar þetta á Íslandi.
Segir aðgerðir sérsveitarinnar óásættanlegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 21.4.2022 | 09:02 (breytt kl. 18:59) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 5
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 573290
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Harla ólíklegt að þessi maður, sem er líkur fáum eða engum öðrum hér á Klakanum, ferðist nú með strætisvögnum.
En núna vitum við að ef einhver segist hafa séð Pútín í strætó í Kópavoginum verður sérsveitin snögg á staðinn.
Miðað við höfðatölu er hættulegast hér á Íslandi að búa á Egilsstöðum, þar sem mjallahvítur maður skaut nýlega á allt sem fyrir varð og var að lokum sjálfur skotinn af lögreglunni.
3.8.2007:
"Íslendingar eiga hartnær þrjátíu og eitt þúsund haglabyssur. Rifflar í eigu Íslendinga eru nálega 17 þúsund og skammbyssur eru um fjórtán hundruð talsins hér á landi."
Um fimmtíu þúsund byssur í landinu
En að sjálfsögðu eiga Mörlendingar að sakna þeirra tíma þegar þeir drukku frá sér ráð og rænu á föstudags- og laugardagskvöldum en álitu þá drykkjusjúklinga sem fengu sér rauðvínsglas á miðvikudagskvöldi.
Í góðu lagi var að menn keyptu brennivín en þeir máttu alls ekki kaupa bjór, unglingar voru almennt sauðdrukknir á útihátíðum og slagsmál á sveitaböllum þóttu sjálfsagður hlutur.
Hommar voru barðir sundur og saman og flúðu land.
Gert var grín að andlega veiku fólki, Ómar Ragnarsson leitaði uppi alls kyns furðufugla, enn skrítnari en hann sjálfur, sýndi þá í sjónvarpinu og hlegið var að þeim.
Og barnaníðingurinn Bjartur í Sumarhúsum var aðalhetjan.
Mörlendingar sváfu hjá ættingjum sínum og skyldleikaræktin því í heiðri höfð en útlendingar sáust varla á landsbyggðinni, hvað þá svart fólk.
Helga Rafnsdóttir á um 99 þúsund afkomendur
Og tengdamóðir mín fyrrverandi á Húsavík spurði þegar hún átti þar von á heimsókn svartrar söngkonu:
"Borða svertingjar pönnukökur?"
Þorsteinn Briem, 21.4.2022 kl. 10:30
Nú fór í verra. Berast nú fréttir af því að Sérsveitin sé farin að hlaup á sig farinn að taka drengin aftur, það gengur ekki.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 21.4.2022 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.