Blökkumaður fékk ekki bæjarleyfi á hernámsárunum.

Það er nokkuð grunnt á að Íslendingar hafi einhverskonar ímugust á öðrum litarhátti fólks en hvítum.

Þannig var á hernámsárunum að það kom til afgreiðslu í ríkisstjórn hvort blökkumaður fengi bæjarleyfi eða ekki. Það mátti sem sagt ekki sjást blökkumaður á götum Reykjavíkur, það var óhæfa samkvæmt tíðarandanum. Ríkisstjórnin sagði nei og þar við sat. Eins og blökkumenn eru fallegir. Þetta er eitthvað undirliggjandi í þjóðarsálinni, þessi afstaða. Ekki tel ég mig rasista eða vera litarfælinn á hörund fólks en þó hef ég staðið mig að því að gera upp á milli fólks með annan lit en hvítan.

Þannig háttaði til í starfi mínu um skeið að ég var með þjónustukönnunn hjá Strætó og gekk alltaf fram hjá lituðu fólki þegar ég valdi einstaklinga til að svara. Gekk út frá því að þau væru útlendingar. Þetta var náttúrlega svívirðilegt viðhorf, en algerlega óafvitandi. Svo var það eitt sinn að ég heyrði á tali tveggja einstaklinga að þeir töluðu þessa fínu íslensku. Þá hugsaði ég, skrattinn, hér er auðvitað fullt af ættleiddu fólki sem eru Íslendingar og ber því að taka þátt. Þá var þetta farið að snúa að þjóðerninu. En svo breyttist þetta hjá mér og lagfærði ég þetta atriði, en þetta viðhorf virtist vera í mér þó ég gæti ómögulega gert mér grein fyrir þessu hvaðan þetta kæmi. Var búinn að fara víða um heiminn. En þetta var einhver viðhorf sem ég druslaðist með, úr sveitinn að mér fannst, þó er það ekki einhlýtt. Gæti verið einhversstaðar úr bókum og þessi eilífa ættjarðarást sem var innprentuð með ljóðum og sönglist og Ísland er bara fyrir Bjart í Sumarhúsum.

Kannske hefur Sigurður Ingi trompast í þessu máli og furðað sig á, af hverju var framkvæmdastóri BÍ ekki hvítur Framsóknar einstaklingur sem skipaði þá stöðu en það hefur verið venjan. Það gæti hafað fipað hann.

Sigurður Ingi er búin að bera fram fallega og gilda afsökun fyrir þenna fljófærnislega aulahátt.

Ég held að svona viðhorfið til litarhátta hafi meira vægi í þessum rasistamálum en þjóðernið.

Þannig man ég eftir því að 2 Englendingar komu labbandi niður Blöndudal en höfðu skilið bíl sinn eftir við Seyðisá um 1956 og var tekið vel á móti þeim heima og var eitthvað babblað við þá í gegn um orðabók. Ekki kom neitt viðhorf heimilisfólksins fram sem hefð geta talist rasismi. Bretarnir fengu góðan beina og var hjálpað.

Þetta er náttúrlega rannsóknarviðfangsefni þar til bærra sérfræðinga að komast að þessu viðhorfi sem virðist liggja á nokkru dýpi í þjóðarsálinni.

En gott að konan lét ekki snúa sig niður í þessu máli.


mbl.is Twitter logar vegna Búnaðarþingsmálsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband