Hátíðarpistill
Hef verið að lesa bókina Rætur eftir Ólaf Ragnar Grímsson. Ég er sammála ritdómum um bókina sem ég hef lesið. Nú langar mig að rekja nokkra snertifleti og rætur sem ég kalla svo þó þeir séu ekki alveg eins í raunin en ákveðin hliðstaða í því og þetta er gert til skemmtunar og fróleiks.
1. Báðir höfum við tengingu við Ísafjörð og Vestfirði. Ólafur er fæddur þar og ólst þar upp. Faðir hans var krati. Móðurafi minn, Magnús Guðmundsson og móðuramma mín, Karítas Skarphéðinsdóttir bjuggu þar all lengi og voru kommar og fengu línuna beint frá Moskvu að berja á krötum og íhaldinu og láta þá aldrei í friði. Ættarkjarni minn er kominn frá Ströndum í gegnum Pálsætt. En Ólafur er ættaður frá Ísafirði og Brekkuætt þar um slóðir.
2. Þingeyri, Ólafur ólst upp að hluta til hjá ömmu sinni og afa á Þingeyri. Systurdóttir mín Birgitta Bragadóttir sérfræðingur á Alþingi bjó um nokkurt skeið með manni sínum, séra Gunnari Haukssyni sóknarpresti á Þingeyri. Á Flateyri bjó mitt fólk nokkurn tíma, m.a. Hallgrímur Pétursson, stýrimaður á línuveiðaranum Pétursey ÍS 100, sem sökkt var í seinni heimstyrjöldinni við strönd Bretlands. Hitler var svo vitlaus að skjóta skipið niður fullt af fiski frekar en taka það herskildi og færa til hafnar. Vel að merkja var skipið utan bannssvæðis sem Hitler hafði afmarkað og því á alþjóðlegu hafsvæði og var þetta stríðsglæpur. Skipstjórinn sigldi skíthræddur af vettvangi þegar hann uppgötvaði það. Spurt er: Hvar var utanríkisráðherra Íslands að gaufa þá? Tímdi ekki að offra tundurskeyti á skipið. Skutu áhöfnina í brú skipsins, sem var úr tré. Hallgrímur var einn af stofnendum verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri. Hann var stilltur maður og prúður, fastur fyrir, þrekmaður og mannsefni mikið. Þannig er honum lýst í bókinni, Virkið í norðri eftir Gunnar M. Magnús.
3. Stóridalur í Svinavatnshreppi, Ólafur rekur ættar- og fjölskyldubönd á þann bæ. Þar bjuggu æskuvinir mínir og vinir. Ég rek þetta ekkert frekar. Það yrði bara langloka
4. Manchester, Ólafur var þar í háskóla og þar nam hann hann fróðleik um hugmyndafræði Samvinnuhreyfingunni en hún er upprunnin þaðan. Dóttir mín bjó í Manchester um skeið með manni sínum Auðuni Atla Sigurðssyni frá Ísafirði. Þau eiga dreng sem heitir Dagur Ólafur sem æfir skylmingar við dagsbrún nýrrar aldar. Ólafur Ragnar stundaði miklar skylmingar á stjórnmálasviðinu.
5. Tröð á Álftanesi, þangað tengist Ólafur fólki sem flutti þangað. Amma Karítas átti Tröð um skeið.
6. Báðir gengum við í Miðbæjarbarnaskólan. Ég einn vetur og Ólafur allt sitt barnaskólanám.
7. Báðir höfum við verið formenn í Alþýðubandalaginu. Ólafur formaður heildarsamtakanna, ég formaður aðildar félags.
8. Báðir höfum við verið forsetar. Ólafur Ragnar forseti lýðveldisins, ég var um tíma forseti Búnaðarfélags Svíanvatnshrepps, elsta búnaðarfélag landsins stofnað 1842. Þannig var titillinn í lögum félagsins. Forystumaður félagsins var ekki nefndur formaður heldur forseti, það hefur þótt flottara og var nær tíðarandanum. Ég var settur fljótlega af, ekki er mér kunnugt vegna hvers.
9. Kvöldbænir, báðir höfum við farið með kvöldbænir og beðið fyrir okkar ástvinum.
10. Vífilsstaðir, er snertiflötur vegna berklaveiki. Móðir Ólafs var berklaveik og dó. Móðursystir mín, Pálína Magnúsdóttir var á Vífilstöðum og höggvin og lifði langa æfi. Fór út á kayakróður með hjálparmanni í tilefni 80 ára afmælis síns, út frá Austfjörðum. Það skildu fáir kjark og þrek Pálínu.
11. Köpuryrði höfum við báðir þurft að þola af samferðamönnum. Ólafur var sagður vera með skítlegt eðli og ég fékk einkunina leiðinlega innrættur og vildi láta á mér bera. Þessi köpuryrði hristum við af okkur.
12. Við áttum báðir heima á Óðinsgötunni og áttum Ingibjörgu Þorbergs sem vinkonu. Við Arnbjörn bróðir veiddum fyrir hana hornsíli sem hún hafði í glerbúri sér til skemmtunar. Það var fínt að sníkja lakkrísafskurð í Lakkrísgerðinni hjá Steina. Svo bauð hún mér að syngja í barnatíma sem ég held að ég hafi gert.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 26.12.2021 | 18:07 (breytt 15.1.2022 kl. 17:32) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 335
- Sl. sólarhring: 380
- Sl. viku: 485
- Frá upphafi: 573803
Annað
- Innlit í dag: 311
- Innlit sl. viku: 429
- Gestir í dag: 302
- IP-tölur í dag: 295
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.