Enga frétt finn ég um umfjöllun um þáttinn á Moggavefnum og er þá ekkert annað ráð en að tengja pistilinn við frétt um að annar þáttastjórnandinn í Silfrinu Egill Helgason hefur hlotið Riddaranafnbót frá Frakklandi. Það eru tíðindi.
Það er nú ýmislegt sem gamlir jálkar eins og ég, gefa gaum þegar stjórnmálaumræðan fer á stað. Þá er fyrst til að taka hvernig sætaskiptingin er, þá kemur upp hvernig fas foringjanna er og til hverra þeir lýta hýru auga.
Umræðan var um margt skynsöm rökföst og margt gott sagt. Hægt var í upphafi þáttarins að greina að einhvern þráð sem lá í geng um alla kandídatan, samstaða og Sigurður Ingi nefndi samvinnu sem lengi eftir að SÍS gamla lenti í Hömlum hjá Landsbankanum mátti ekki nefna.
Held að það hafi verið Pestin Covid sem hefur gengið. Allir voru hræddir um að deyja, því engin þekkti pestina. Var þetta nýr Svartidauði eða Spænska veikin? Því þurftu allir að standa saman, nema undir það síðast að ýmsir vildu fara í mál til að verja frelsið. En það mál er utan við þessa umræðu.
Yfir það heila hafði maður á tilfinningunni að það fólk sem sat í stólunum væri gott fólk, sem vildi þjóð sinni á allan hátt vel.
Í gamldaga vildu menn í svona umræðu hafa hasar og almennilegan bardaga, þar sem sveið undan atlögunum. Hægt er að nefna Einar Olgeirsson Bjarna Benediktsson eldri Gylfa Þ. Gíslason Ólaf Jóhannesson Hannibal Valdimarsson, já, Ólaf Ragnar Grímsson hann var skilminga þræll eins og allir framangreindir menn. Nú var þetta allt áferðar fallegra engin vildi þeysa fram með stór orð því þjóðin var að horfa á og tók eftir öllum hreyfingum og var fljót að leggja á minnið hvað var sagt og hverju var lofað. Hver og einn var undir búinn að taka þátt í umræðunni, ef til vill búin að fá tilsögn hjá almannatengli um hvernig ætti að taka á málum. Flokkurinn borgar.
Stjórn þáttarins var í taustum höndu og unnu þáttastjórnendur hlutverk sitt með sóma, gott að hafa 2, ef annar gefst upp þá getur hinn tekið við, skotið sér milli stafs og hurðar til að leiða umræðuna í réttan farveg svo ekkert fari í glundroða og stjórnleysi, Þetta virkaði eins og í fluginu. Aldrei kom upp sú staða sem gerist oft í réttum þegar hundar lenda í áflogum að gipið er til þess ráðs að ganga inn í miðja þvöguna og og taka í lurginn á verstu áflogaseggjunum og henda þeim út úr þvögunni, þá er allt búið.
Það mátti heyra að flestir ef ekki allir voru á því að Samherjamálin væru óforsvaranleg og gætu komið sterkt inni í kosningaumræðuna. Bjarni Benediktsson yngri tók stýft fram, að veldi og afl Samherja hefði ekkert með fiskveiðistjórnunarkerfið að gera, þó setti Logi Einars og fleiri, skýrt fram að það væru nú einmitt möguleikin á að safna auði í gegn um kerfið sem gerðið útslagið að Samherji treysti sér til að reyna að fikta við formannskosningu í Blaðamannafélagi Íslands og einnig, að hafa með einhverjum hætti áhrif á prófkjör Sjálfstæðismanna í N-Austurkjördæmi, sem virðist hafa verið hrundið af Sjálfstæðismönnum. Þá taldi Logi að venjuleg skattaálögur á launamenn og almenning næðu ekki að dekka þarfir nútíma samfélags fyrir fjármunum og þar þyrfti í framtíðinni að horfa til skattlagnigar auðmagnsins og hverskonar arðs, sérstaklega þegar farvegur auðsins lægi í gegn um hverskonar auðlinda sem tilheyrðu almenningi.
Katrín gerði vel grein fyrir að allskonar auðlindir væru á dagskrá sem ný tækni setti á sviðið t.d vindorkugarðar. Katrín er búin að ná yfirburða tökum á að gera sig gildandi og vel leiðandi sem Fósturlandsins Freyja , búin að losa sig við kanínubrosið. Í staðin komnar markvissar leikfimiæfinar með höndum, sem fer henni vel samfara öruggri og fasmikillri framkomu. Það er nær örrugt að margir líta á hana sem fyrsta valkost um forustu. Fundið hefur verið að samstarfi VG við Sjálfstæðis og Framsóknarflokka. Stundum getur verið gott að sitja við hlið andstæðingisins og vita hvað hann er að hugsa og bauka.
Innganga í Evrópusambandið komst lítt á koppinn nema Þorgerður Katrín gat aðeins talað um örmynt okkar og veikleika hennar í alþjóðlegu samhengi. Þorgerur ætti að taka það upp að syngja Nallann því hann er leiðsögn um inngöngu í Evrópu samstarf. Samanber: Þó að framtíð sé falin grípum geirinn í hönd því Internaionalinn mun tengja strönd við strönd,--- eftir að verkalýshreyfingar um allt sviðið hefur gripið geirinn í hönd.
Píratinn skaut víða föstum skotum, Píratar eru nauðsyn í stjórnmálaflórunni til að spyrja þungra spurninga og gera athugasemdir um mannlífið og lagasetningu.
Inga Sæland formaður flokks fólksins sem vildi að fátækt yrði útrýmt. Hún komu ágætlega út og minnti á gömlu kempurnar og er orðin ágætlega sjóuð og virðis gera sér grein fyrir sínum takmörku við svona aðstæðum og hleypur ekki svo glatt á sig. Vel málifarin að gömlum hætti.
Egill hlaut riddaranafnbót frá Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 2.6.2021 | 08:18 (breytt kl. 13:04) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 74
- Sl. sólarhring: 86
- Sl. viku: 560
- Frá upphafi: 573897
Annað
- Innlit í dag: 59
- Innlit sl. viku: 496
- Gestir í dag: 57
- IP-tölur í dag: 56
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er hann Egill myndarlegur þegar hann er búinn að punta sig upp með orðuna. Svo er hann alveg frábær sjónvarpsmaður og þáttagerðarmaður sem ég hef í háu áliti.
Halldór Jónsson, 2.6.2021 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.