Guðrún Þóra Hjaltadóttir næringarráðgjafi og bloggvinkona mín til margra ára er látinn. Hún sendi mér vinabeiðni sem ég samþykkti strax. Ég ímynda mér að ekki hafi það verið ég sem hafi heillað hana, fremur myndin sem hefur prýtt forsíð bloggsíðu minnar frá upphafi og sameiginleg tengsl okkar við sveitina og landbúnaðinn.
Myndin er af Massey Ferguson 35. Mér fannst Guðrún Þóra smart og gáfulegar bloggfærslunar hennar, málefnalegar og skarpar. Hún va ágæt fyrirmynd, sprottin úr innri menningu landbúnaðarins
Ekki er ég hissa á því að MF 35 hafi höfðað til Guðrúnar Þóru. Faðir hennar,Hjalti Pálsson, var framkvæmdastjóri Dráttarvéla frá1949-1960 og stjórnarformaður MF, en félagið var innan sambandsins og flutti inn m.a. Massey Ferguson. Þannig að þessar dásamlegu vélar hafa væntanlega oft borið fyrir augu Guðrúnar Þóru.
Hjalti Pálsson var fjallharður Skagfirðingur og unni héraðinu, sonur Páls Zópóníasarssonar skólastjóra að Hólum í Hjaltadal síðar alþingismanni og búnaðarmálastjóra.
Hjalti var framkvæmdastjóri Véladeildar SÍS frá 52 og sat í framkvæmdastjórn SÍS. Hjalti var stofnandi fyrir hönd SIS með öðrum innflutningsaðiljum sameignarfélagið Desa til innflutning á skipum frá A-Þýskalandi m.a. fyrir ríkistjórnina. Sat í stjórn þar til því var slitið 1975
Guðrún Þóra hefur því lifað og hrærst í umtali um vélar og landbúnað á sínum yngri árum.
Hjalti var unnandi íslenska hestsins og vafalaust hefur sá áhugi smitast til dótturinnar Hann var ævifélagi í Fáki og starfði í félagshreyfingu hrossaræktar og hestamann, eins uppruni og tengsl hans gáfu tilefni til.
Nú kveð ég þessa bloggvinkonu mína sem var mér fjársjóður að hugmyndum og fyrirmynd á Moggablogginu að kurteisi og menningu.
Blessuð veri minning um Guðrúnu Þóru Hjaltadóttur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 11.3.2021 | 10:46 (breytt kl. 10:50) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring: 276
- Sl. viku: 415
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 358
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.