Í Vatnsdælasögu er greint frá því að Norðmenn hafi komið hingað upp frá Raumsdal í Noregi og finna Vatnsdal og nema þar land og er til af því dálítil saga. Raumsdalur er falleg sveit með góðri siglingaleið út á haf.
Baltasar Samper hafði augljóslega grandskoðað söguna þegar hann málaði fresku af atburðum úr Vatnsdælu upp á vegg í Grunnskólanum að Húnavöllum.
Það var einstaklega gaman að fylgjast með því hvernig verkið varð til og þegar það var fullmótað, hvað það var skemmtilegt að geta fylgt söguþræðinum. Hver þáttur eða atvik er málað sem sér mynd sem verður svo að einni heildarsamfellu og sögu.
Baltasar hafði mjög gaman að tilsvari Þorsteins á Hofi þegar hann frétti af því að Víðdælingar væru á leið inn í Vatnsdal til að drepa hann eftir brúðkaup hríðarveður málaferli og níðstöng.
Þorsteinn fór með mannskap á móti Víðdælingum og hafði orð fyrir Vatnsdælingum og spurði um erindi í dalinn. Því svarar Finnbogi rammi: "Oft eru smá erindi um sveitir".
Þetta þótti Baltasar gott svar og hló mikið að því.
Baltasar er frumkvöðull í því að koma sögu okkar í listform málaralistarinnar.
Mest hefur verið málað landslag, gróður og sjórinn og er það ágætt, en verður meiri breidd þegar farið er að setja söguna í svona form og liti.
Ég hef bent hótelhaldara á Húnavöllum á að það vanti að setja úrdrátt úr Vatnsdælu við þessar myndir til að ókunnir geti haldið söguþræði. Má vel vera að það sé búið en ef ekki þá er það tímabært núna.
Hafðu þökk Baltasar fyrir áhuga þinn á Vatnsdælu og öll skemmtilegheitin við sköpun þessa listaverks.
Engin leið út úr þessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 26.7.2020 | 21:19 (breytt kl. 21:25) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.11.): 6
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 1666
- Frá upphafi: 566766
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 1473
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott fjölskylda og nauðsynlegt að fá útlendinga til að kynbæta Mörlendinga, sem langflestir eru náskyldir hver öðrum, og ekki þykir skyldleikaræktin góð í sauðfjárræktinni, eins og allir búfræðingar vita mætavel.
Helga Rafnsdóttir á um 99 þúsund afkomendur
Frábært verk Baltasar í Flateyjarkirkju en ég hef ekki séð verkið á Húnavöllum, enda menn af skagfirskum ættum trúlega allir drepnir á þeim slóðum.
Flateyjarkirkja
Þorsteinn Briem, 27.7.2020 kl. 12:20
Það fór skringilega fyrir Skagfirðingum. Sæmundur félagi Ingimundar nam Sæmundarhlíð eins og kunnugt er og er hann málaður á freskunni á Húnavöllum með mikinn kyndil.Guðmundur á Guðlaugstöðum leiddi mig í allan sannleikann um munin á Skagfirðingum og Húnvetningum.
Í svrtadauða dó afar margt fólk í Skagafirði svo lá við auðn.Þá hópuðust á bæina mikill lausagangslýður og kóngsins lausamenn, sem höfðu gaman af bæjarflakki útreiðum og gleðskap. Það var gott að fara á vetrum á ís um allan Skagafjörð. Þetta fólk hélt sig mjög til í klæðaburði og var alltaf eða oft í litklæðum á yfirreið sinni. Þannig kemur þetta skemmtanagen í Skagfirðinga. Húnvetnigar eru meiri búrar og stund a bú sín mjög vel og komast lítt um héraðið vegna þess að þar eru eintómir dalir ,en nokkur munur er á Skagfirðingum og Húnvetningum. Páll Kolka héraðslæknir í Húnavatnssýlu víkur að þessum mun í bók sinni Föðurtún. Þetta sagði Guðmundur á Guðlaugssöðum og bað mig ekki fyrir það og ekki halla Guðlaugstaðarmenn réttu máli.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 27.7.2020 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.