Þeir eru margir sem hafa átt margar töfrastundir á Hveravöllum. Fólk getur sogað til sín orkuna og menn skynja sig alfrjálsa eins og spóinn og lóan. Það er búiða að hugsa mikið fram og aftur hvað eigi að gera á Hveravöllum. Þar er nú búið að seta niður einhverskonar konar deiliskipulag og væntanlega að þróa staðin undir því regimenti.
Ég fór fyrst í göngur fram á Heravelli 1959, þá rétt nýfermdur. Ég var nú ekki á neinum gæðingum. Það eru miklar vegalengdir á Auðkúluheiði. Ég fór á dráttarklárnum. Hann var með einn gang en marga gíra þrautseigur og var ég einhesta ríðandi fram eftir og svo á göngum. Farangurinn var geymdur í einni hnakktösku. Oft hef ég litið á farangur minn og annara og sem eru að fara til útlanda. Hvað er maður að gera með allt þetta dót þegar hægt er að ríða um öræfin með eina hnakktösku?
Framm að þessu voru trússhestar með farangur gangnmann og sáu ákveðnir menn að þá vinnu og stjórna henni. Nú er komin ráðskona með svuntu. Nú orði er aðstaða í göngum til fyrirmyndar.
Held að þarna hafi verið kominn dráttarvél og kerra. Það þótti byltinga. Menn átu nesti sitt sem allt var heimagert. Var slátrað einu lambi í kvelli fyrir göngur til að hafa nóg af kjöti og var kallað gangnalambið.
Við komum að Hveravöllum sein um dag nokkrir strákar og hafði borið á ælupest í hópnum. Það var ekki glæsilegt. En með þrautseigju um það að gefast ekki upp náðum við á Hveravelli og var hvíldinn góð.
Ég lenti á göngum út Öldur með Halldóri á Syðri-Löngumýri og Þórði á Grund. Hann var alltaf vel ríðandi og ötull. Þegar komið var á Búrfellshalann, sem er norður endinn á Búrfjöllum, þá var Þórður horfin í rykmekki norður heiði, en hans hlutverk var að kljúfa fénað á merkjum Auðkúlu- og Grímstunguheiðum og sópa sem mestu af féinu langt austur á bógin í veg fyrir gangnaröðina.
Gangnaskipulagið á heiðum getur verið flókið og verður hver maður að vita hvað hann á að gera og til hvers er ættlast af honum.
Áður fyrr voru svokallaðir undanreiðarmenn sem smöluð fremsta svæði heiðarinnar og skipulagið tekið breytingu á löngum tíma búið að fitja upp á mörgu skipulagi við smalamennskur á heiðinni og allt komið í fastarskorðu. Ég er alinn upp með 19. aldar mönnu sem smöluðu Þjófadali réttað var í Gránunesi og við Seiðisá og var ég brattur að vita þetta allt.
Skrifara fór eitt sinn á verkstjórnarnámskeið og í lok þess áttu allir að skila skriflegri skýrslu um eitthvert verk. Skrifari skilaði pappírum um gangnastjórn á Kúluheið Hafði aldrei heyrt talað um verkstjórn. Í gamladaga gengu menn bara til verka sinna og allt gekk upp. Annaðhvort voru öll hey komin í tótt, búið að smala heimalandið og fé komið í hús. Lömb rekinn í kaupstað og engin tók eftir neinum verkstjóra.
Nú, nú er ég búinn að gleyma mér í göngum, en ætlaði fjalla um Hveravelli og framtíð þeirra. Læt aðra um það.
Selt á Hveravöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 29.5.2020 | 09:23 (breytt 16.6.2020 kl. 18:49) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.