Á vef DV í gær er ítarleg grein um að eigandi Laugarnestanga 65 hafi fengið himinhátt tilboð í eign sína. Eign sem er orðin til þarna á staðnum með heldur sérkennilegum hætti og aðstæðum. Það er gott að eigandinn fái sómasamlegt tilboð í eignin sem hann sættir sig við og er eðlilegt að óska honum til hamingju með. Eigandinn hefur áður verið að fá tilboð í eignina og minnir mig að Bjarni nokkur Ármans fjárfestir og fv. bankastjóri hafi haft áhuga á kaupum.
Það er nú gamalt trix þegar menn reyna að fá verðmiða á eign eða hlut að fá einhvern til að gera tilboð, svo því sé hægt að hampa. Algengt er að strákar setji bíla á Bland.is og fái vini sína til að bjóða í svo verðið hækki. Ég þekki bónda norður í landi, sem var að selja jörð sína og hún var alltaf á hærra verði í sólskini. Þannig að það er ýmislegt spáð og spekúlerað við sölu á fasteignum og lausamunum.
Varðandi Laugarnestanga 65 að þá hafa staðið þar deilur ýmiskonar um langt skeið um óleyfisframkvæmdir sem þar hafa verið unnar og er það langt mál að rifja það upp og verður ekki gert hér, einungis bent á umfjöllun umboðsmanns borgarbúa sem skilaði þar niðurstöðu með ÁLITI UMBOÐSMANNS BORGARBÚA í máli nr.7/2013
Sú saga og atburðarrás sem hefur átt sér stað um staðinn gefur nú ekki tilefni til að eignin sé í góðum aðstæðum með þetta álit í farteskinu og mundu trúlega fasteignasalar klóra sér í skallanum við að selja svona eign. Leiða má líkur að því að deilur eigenda við stjórnvöld í Reykjavík geti haft truflandi áhrif, þar sem ýmis atriði eru ófrágenginn, vegna óleyfisframkvæmda.
Um hvort þetta hús verðskuldi að vera nefnt list, sé það list að hrúga saman allskonar, er erfitt að átta sig á. Listinn býr að nokkru leyti í skynfærum manna sem skoða listina og getur sitt sýnst hverjum. T.d. í hrossarækt þá getur einum þótt hross fallegt þótt öðrum finnist það ljótt. Fegurðin býr í augum sjándans. Að vísu hafa menn búið í hendur sér ýmsar mælistikur og formúlur sem hægt er að nota og getur það auðvitað átt við um list einnig. Ég þekki bara ekki þann vettvang.
Þegar Ísland var hernumið kom herinn með hús sem íverustað sem fljótlegt og einfalt var að koma upp. Þetta voru braggarnir sem spruttu upp víða um land sem nú er kallað höfuðborgarsvæði. Fyrst kom Bretinn eða Tjallinn, svo komu Bandaríkjamenn og tóku við vörnum landsins. En Ameríkaninn var oftast nefndur til styttingar Kaninn.
Braggarnir í Laugarneskampi voru offiserabraggar og var meira lagt í þá. Við krakkarnir í Laugarnesi, en það er orðin nokkuð stór hópur á Facebook, lítum á Laugarnesið sem okkar æskuslóðir og berum önn fyrir staðnum. Árið 2018 vorum við með smá viðburð á Laugarneshólnum í tilefni maraþonshlaups og tefldum þar fram okkar listamanni S.Ó. og létum hann taka á móti hlaupurum með söng og var ánægja með það.
Þá var bæjarhóllinn og kirkjugarðurinn sleginn og allt umhverfið gert aðlaðandi fyrir fólk.
Myndband með söng Sigurðar Ólafssonar
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 19.4.2020 | 16:21 (breytt 17.8.2020 kl. 19:27) | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 13
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 1396
- Frá upphafi: 566780
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 1246
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.