Ferðalag á dögum spönskuveikinnar Siggi á Brún kominn í Hrútafjörð ll hluti

Framh. ll hluti.

Sigurður fór yfir hálsin sem skilur Svartárdal og Blöndudal eftir að farið hafði verið yfir allan búnað hans á Barkastöðum. Kemur hann að Blöndu því Mikla fljóti og hittir hann á vað sem hann þekkir. Sagði hann að þar hefði áin legið í grjóti og sennilega átt við að það væri lítið í ánni þannig að steinar stæðu upp úr trúi ég. Aldrei heyrt svon tekið til orða.

GuðlaugsstaðirTilhlökkun var hjá Sigurði að hitta afa sinn og ættingja á Guðlaugstöðum. Fékk hann góðar veitingar. Hann vildi drífa sig yfir Stóradalsháls sem skilur að Blöndudal og Sléttárdal, en var lattur þess.

Syrti nú heldur í lofti en Sigurður kveið engu enda þekkti hann þarna leiðina mjög vel og hann varða að nota dagsbirtuna til að komast yfir. Dugði hún til að komast vestur á miðjan háls. Fór þá að vaxa snjórinn og maldaði niður mjög þétt snjókoma. Var áætlunin hjá honum að gista að Stóradal í Sléttárdal. ( Aldrei heyrt svona tekið til orða um þennan bæ). Þegar Sigurður er kominn niður í Sléttárdal þar á flatlendi mýrar og flóa rekur hann augu í þústir nokkara sem hann kannaðist ekki við og fór að hald að þetta væru einhverjir klettar og hann orðin rammvilltur og kominn aftur austur að Blöndu. Voru þetta þá snjóguir hestar mjög fenntir upp. Kannaðist hann við þá og gekk til eins þeirra og gældi við hann. Sneri hann þá frá hrossahópnum og hélt í þá átt sem Stóradalsbærin var að hans mati. Uppgötvar þá að hann nær ekki áttum. Tekur hann þá til bragðs að hoppa á bak klárnum sem hann kjassaði, engin taumur. Hesturinn dreif sig örugglega á stað heim að Stóradal. Dugði það Sigurði og sá hann braut upphlaðna  og túnhliðið. Sá hann þá ljós í einum glugga. Það passaði ekki því þarna var hesthúskofi. Í Stóradal átti að blasa við suðri  gluggaröð á sjö stafgólfa baðstofu. Var hann nú komin heilu og höldnu að Stóradal og guðaði á glugga. Var honum vel svarað og leiddur í baðstofu. Þar frétti hann að komið var á samgöngubann í héraði vegna spönskuveikinnar, sem þá drap menn í hrönnum í Reykjavík. Var hann mjög lattur að hald áfram. Taldi hann að engin gæti bannað honum ferðalagið, þótt hann mætti búast við að fara um sýkt svæði.

Hélt hann því ferð sinni áfram um morguninn. Þar voru vegleysur eina, tómar mýrar og ár óbrúaðar. Svínadalsá rann milli opinna skara og fór Sigurður úr fötum en gat hvergi tillt sér því allstaðar var snjór. Fór hann þarna yfir og óð ána upp í mitti, en hélt fötum þurrum.

Nokkru vestar rakst hann á menn með hrossahóp áttum þeir samleið um stund, en ekkert vildu þeir með hann hafa og héldu sig áveðra við Sigurð og sem lengst frá honum. Birtist þar samgöngubannið og sótthræðslan. Fannst Sigurði það gott að Húnveningar hlýddu valdboðinu þó það hafi heyrst að það lægi ekki beint fyrir þeirri kynslóð.

Sigurður hafði farið frá sýslumörkum á Kiðaskarið, sjónhendingu um lága ás grunna dali, en nú blasti mikill þröskuldur við, Svínadalsfjall, rismikið kletta fjall. Var því ekkert aðnnað að gera en beygja til norðus og síða taka Reykjabraut og fara hana niður í Sveinsstaðahrepp og mynni Vatnsdals. Um kvöldi rauk hann upp með hríð. Bankaði ferðalangurinn upp á bæ einum en var úthýst en sætti sig við það. Leitaði upp næsta bæ og fékk þar að vera.

Næsti dagur var  með hríðarkólgu, en Sigurður hélt af stað. Hann stiklaði Skriðuvað sem var eggjótt í botninum. Gekk hann síðan vestur Vatnsdalshóla og svo strauið að Gljúfurá sem er á sýslumörkum Austur- og Vestur- Húnavatnsýslna. Beygði síðan suður Víðidal og kom að Lækjarmótum og fékk þar hressingu. Hélt hann svo áfram. veðrið var vont og Sigurður farinn að kenna lasleika og var slappur. Á næsta bæ fékk hann ekki gistingu en hélt áfram. Á næsta bæ fór á sömu leið. Engin gisting. Svo fann hann bæ eftir leiðsögn. Þar var karl einn sem ekki átti bæinn og gat ekki leyft gistingu. Karlinn rölti með Sigurði að næsta bæ þar sem hann fékk gistingu. Voru húsakynni hin óríflegusu, en gestristni ærinn og góðvilji. Um morguninn  var hríðarlaust.

 Hélt nú Sigurður yfir í Miðfjörð og Hrútafjarðarháls, mjög blautur og erfitt færi. Náð hann að Bálkastöðum í úrhellisrigningu og fékk hann þar gistingu og góðan viðurgerning. En blautt var í bænum því hann lak. Um morguninn var enn meira vatnsveður og hélt Sigurður kyrru fyrir og las bækur.

Framh.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband