Sigurður á Brún gengur úr Fnjóskadal til Reykjavíkur til að komast í Kennaraskólann á tíma spönsku veikinnar. l hluti

Endursögn af ferðalagi Sigurðar frá Brún, úr Fnjóskadal til Reykjavíkur í Spönsku veikinni.

Maður hét Sigurð Jónsson og kenndi sig við Brún í Svarárdal A-Hún. Hann var af Guðlaukstaðaætt í Blöndudal. Sigurður var mikill hestamaður og vildi verða kennari og ætlaði að ganga um veturnætur úr Fnjóskadal til Reykjavíkur.

Hann fékk sér leðurskæði á Akureyri og hóf ferðina í leiðindafæri suður, en í sæmilegu veðri.

Hann gekk Kræklingahlíð og fram Þelamörk og þótti tilveran daufleg. Þegar sunnar dróg hækkaði vegur mikið. Fer hann yfir brúna við Bægisá og leggur á Öxnadalinn. Hélt hann nú áfram og velti fyrir sér nöfnum af stöðum og undraðist hve nöfn voru lítt frumleg og skildi ekkert í ófrjósemi nafngifta á bæjum sumum hverjum. Hann var velmeðvitaður um anda Jónasar hallgrímssonar á þessum slóðum.

Myrkrið datt á þykkt og þungt, engin tunglsbirta og vegurinn þungur í forinni. Sigurður skimaði eftir ljósum á bæjum. Hélt hann sig sjá draug, en það var þá bara bóndi á gráum hesti dökkklæddur og virtist hesturinn vera í tveim pörtum. Kom hann þá að Steinsstöðum og beiddist gistingar sem var auðsótt.

Vaknaði Sigurður snemma  efti góðan viðurgjörning og þurr sokkaplögg. Klöngraðist hann upp hina háu Hóla. Steigst ferðin vel og var hann fljótt kominn að Engimýri. Voru þá efti 10 km leið að Gili í Öxnadal, sem þá var kominn eyði, en lá betur fyrir ferðamanninum en Bakkasel. Fékk hann sér nú kaffi áður en hann hóf glímuna við Öxnadalsheiði.

Rifjaði hann upp einhverjar gamlar sögur tengdar svæðinu sem hann vissi deili á. Er nú mál Sigurðar nú allt hið skrautlegst um allar aðstæður og ekki hægt að þræða það allt í stuttri endursögn. Komst hann að Flatatungu sem var ferjustaður yfir Héraðsvötn. Hafði hann þá sigrað Öxnadalsheiði. Var ferjan til reiðu og þáði hann góðgjörðir. Eftir að hafa skoðað allar aðstæður og búnað og hvort hann væri traustur fór hann yfir í ferjunni. Gisti hann þar hjá frænda sínu en getur ekki um nafnið á bænum. Slórað hann nú á bæjum og átti víða frændfólk. Stefndi hann nú mjög til Kiðaskarðs og leitar efti því að komast í Austur- Húnavatssýlsu um Kiðaskarð. Hvammur í Svartárdal var nú næsti gististaður, en það var nokkurt stapp að ná tali af bónda. Daginn eftir stefndi hann að Barkastöðum til föðursystur sinnar. Eftir því sem mér skilst hefur Davíð Oddsson verið þar í sveit á sinni unglings tíð.

Var nú allur búnaður Sigurðar skoðaðu og bætt úr því sem nauðsyn var á en Sigurðu vild ná að að Guðlaugstöðum fyrir myrkur en þar var yfir háls að far mikl leið og erfið, en það er eins og Sigurður hafi trítlaði þetta léttilega endalaust þrek í manninum. Þegar kunnugir meta þessa ferð og allar þar hindranir sem hann þurfti að yfir stíga á leið sinnn Þá er þetta einstakt afrek að mínu mati.

Mun ég nú gera hlé á þessari endursögn og læt Sigurð paufast yfir Hálsinn yfir í Blöndudal.

Heimild að þessari efndursögn er bók  Sigurðar, Einn á ferð og oftast ríðandi. Ekki er getið um að nokkrum sé óheimilt að segja frá texta bókarinnar og tel ég mig haf rétt til að fara svona að þessu máli.

Framhald.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband