Hvernig bregst markaðurinn við þessu fári?

Nú verður að leita í smiðju frjálshyggjupostulanna hvað á að gera. Við vitum nokkurn vegin hvernig postular Krist mundu bregðast við.

Þá var sagt í hruninu, það má ekki persónugera hlutina. Þannig að þessar tvær gerðir af postulum má auðvitað ekki bera saman.

Ætli vísitölurnar fari ekki að síga. Nóg að gera við kistusmíðar og útfarir. Heilbrigðisstarfsfólk vinnur myrkrana á milli af skyldurækni og manngæsku.

Markaðurinn mundi segja ef hann væri sjálfur sér samkvæmur. Láta frysta líkinn og láta svo bjóða i útfarirna 10stykki 25 stykki. Þannig virkar markaðurinn.

Iss við verður að rífa allar girðingar niður og leyfa markaðinum að vinna sitt verk.

Var það ekki sagt hér í hruninu og meira segja Halla Tómasar sagði það þegar hún var kandidat til forseta Íslands. En nú standa allir uppi og bíða eftir félags og samfélagslegri hjálp

Í USA er víst eitthvað lítið um hjálp og hver verður að bjarga sér. Í ríkjum sem haf blandað hagkerfi bera ríkin  ábyrgð að mestu á ástandi og aðsræðum Þ.a.e.s. lýðræðislega kjörin stjórnvöld. En markaðinn er ekki hægt að trekkja upp á svona tímum. Markaðurin er eins mýs sem börn fengu í jólagjöf hér í gamla daga, fjöðrin slinaði þegar trekkt var upp eða músin tapaðist undir rúm faldi sig þar eða fór í gegnum gat á gólfi eða vegg og barni fékk kerti hjá ömmu sinni.


mbl.is Mennskan kemur fram á erfiðum tímum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Markaðurinn er bara það sem fólk gerir til að hafa í sig og á. Nú loka verslanir og veitingahús, fólk hættir að ferðast, fara í bíó, leikhús og tónleika. Þeir sem vinna í þessum greinum missa vinnuna. Fyrirtæki sem selja vörur og þjónustu til þessara greina verða fyrir samdrætti og starfsmenn þeirra missa margir vinnuna. Þeir sem missa vinnuna og lenda á framfæri ríkisins hafa úr litlu að spila. Það dýpkar enn kreppuna. En útfararstjórar munu hafa nóg að iðja eins og endranær. Og endurskoðendur við að hjálpa fyrirtækjum að finna skástu leiðina til að lafa næstu mánuðina.

Vísitölurnar skipta í rauninni engu máli. Þær eru ekkert annað en mælikvarðar.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.3.2020 kl. 23:08

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þakka þér fyrir útskýringarnar nafni minn, það er ældrei of mikið af útskýringum. Þú segir að starfsmenn sem missa vinnuna og lendi á framfæri ríkisins. Akkuru eins og bornin. Af hverju er markaðskerfið ekki búin að þróa eitthvað til að lífakkeri fyrir  vinnuaflið sem það getur stólað á.

Hvar er arðurinn sem búið taka út úr fyrirtækjunum t.d. Bláalóninu svo teki sé dæmi? Eru fyrirtækin ekki leggja hann fyrir að m.k hluta hans til að standa undir björgunaraðgerðu sem standa nú yfir?

Það heitir að hafa borð fyrir báru.

Einhvern tíman las ég að þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem var í útgerð á Vesturlandi fyrirtæki tæki hans tók lán til að borga út arð. Má það?

Að ríkið þurfi að aðstoða markaðinn þegar svona er komið er skrítið. Mér finnst að fyrirtækin ættu að hjálpa ríkinu við svona mál að eiga í varasjóði þ.e.e.e atvinnulífið.

Aldrei datt mér í hug að reka kaupamannin ef það heyjaist illa. Datt það bar ekki í hug. Konan færði honum kleinu og mjólkurglas. Takk fyrir innlitið Þorsteinn.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 29.3.2020 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband